Previous Next

Ritstjóri og “blaðamaður” Mannlífs dæmdir

Láttu aðra vita

Ritstjóri Mannlífs og “blaðamaður” þess voru þ. 12.júní dæmir fyrir brot á banni við áfengisauglýsingum. Sjá nánar HÉR

Varanlegur hlekkur á þessa grein: https://www.foreldrasamtok.is/ritstjori-og-bla%c3%b0ama%c3%b0ur-mannlifs-d%c3%a6mdir/

Heimasíðan okkar!

Láttu aðra vita

Því miður hefur heimasíðan okkar Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum verið í lamasessi undanfarið.  Ástæðan er að síðan varð fyrir árás. Foreldrasamtökin gegn áfengisauglýsingum munu að sjálfsögðu óska eftir að Lögreglan rannsaki málið. Við fengum tilkynningu frá vistunaraðila síðunnar  um grunnsamlega umferð og tilraunir til að skrá sig inn á vefkerfið. Því miður tókst það og það sem verra var að töluvert af gögnum voru eyðilögð varanlega og það mun taka töluverðan tíma að koma heimasíðunni  í samt horf aftur m.a. dómasafninu.

Fjöldi fólks hefur notfært sér kæruform heimasíðunnar og hafa yfirvöldum borist fjölmargar ábendingar um brot á banni við áfengisauglýsingum. Margar af þessum ábendingum hafa örugglega leitt til frekari athugana, kæru og dóma.

Þó svo að barátta okkar foreldra, fyrir þeim sjálfsagða og lögvarða rétti barna og ungmenna til að vera laus við áfengisauglýsingar, njóti nær undantekningarlaust velvilja þá er ljóst að einhverjum líkar þetta framtak foreldrasamfélagsins afar illa. Svo illa að viðkomandi er reiðubúin að leggja verulega mikið á sig til þess að eyðileggja heimasíðuna. Þetta er í raun staðfesting á mikilvægi okkar starfsemi og því hvetjum við foreldra og forráðamenn barna og unglinga til þess að standa vörð um réttindi æskunnar, láta ekki deigan síga og notfæra sér kæruformið sem aldrei fyrr – Það er eina raunhæfa svar okkar við skemmdarverkum af þessu toga.

Varanlegur hlekkur á þessa grein: https://www.foreldrasamtok.is/heimasi%c3%b0an-okkar/

Batnandi mönnum…

Láttu aðra vita

Í tilefni af kvörtun Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum vegna áfengisauglýsinga inn á vefnum Ja.is þá hefur forsvarsmaður vefsins brugðist við þeirri gagnrýni. Inni á vefnum er ekki lengur þær auglýsingar sem vitnað er til.

Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum fagna þessu og hvetur vef- og fjölmiðla til þessa að láta börn og unglinga njóta vafans ef einhver er þegar að “áhöld” eru uppi um hvað séu áfengisauglýsingar og hvað séu ekki áfengisauglýsingar. Auglýst “léttöl” sem síðan má sjá til sölu í hillum áfengisverslana eru auðvitað áfengisauglýsingar. Ekki eyða menn nokkrum milljónum í að auglýsa tíu kassa af léttöli sem í besta falli fæst í einni búð? Er auðviða heimskulegur útúrsnúningur úr ágætri löggjöf um bann við áfengisauglýsingum.

Varanlegur hlekkur á þessa grein: https://www.foreldrasamtok.is/batnandi-monnum/

Veist þú hvar barnið þitt er…

Láttu aðra vita

… er á Netinu auglýsir Síminn og bendir á netvara sem fyrirtækið býður áskrifendum sínum.

“Með Netvaranum fær heimilið öflugt tæki til að útiloka óæskilegt efni á netinu og koma þannig í veg fyrir að börn og unglingar villist þangað sem þau eiga alls ekki erindi.”

Er gott og gilt svo langt sem það nær – sem er stutt því á vef fyrirtækisins Ja.is er illa dulbúinn brennivínsauglýsing – ætli netvörnin virki gegn því ?

Þvílík lágkúra af hálfu fyrirtækisins og virðingarleysi gagnvart þeim börnum og unglingum sem nýta sér þjónustu Ja.is

Varanlegur hlekkur á þessa grein: https://www.foreldrasamtok.is/veist-%c3%beu-hvar-barni%c3%b0-%c3%beitt-er/

Ályktun frá aðgerðarhóp í forvörnum í Árborg

Láttu aðra vita

Ályktun frá aðgerðarhóp í forvörnum í Árborg.

Sveitarfélagið Árborg hefur nýlega samþykkt forvarnastefnu og aðgerðaáætlun. Eitt af leiðarljósum stefnunnar eru heilbrigðir lífshættir barna og ungmenna, líf án vímuefna.

Aðgerðahópur um forvarnir í Árborg beinir því til veitinga- og skemmtistaða í Árborg að fara að lögum og auglýsa aldrei áfengi í tengslum við markaðssetningu dansleikja eða annarra samkvæma. Með banni við áfengisauglýsingum í áfengislögum er leitast við að sporna gegn misnotkun á áfengi og ekki síst hindra að því sé haldið að börnum og ungmennum með hvers kyns tilkynningum til almennings, hvort heldur er í máli eða myndum.  Því miður eru dæmi þess að veitinga- og skemmtistaðir í Árborg auglýsi áfengi í tengslum við markaðssetningu á dansleikum og skemmtunum bæði í staðarblöðum og á heimsíðum viðkomandi fyrirtækja. Sem dæmi má nefna auglýsingu sem veitingahúsið 800 bar á Selfossi sendi frá sér í tilefni af dansleik föstudagskvöldið 12. desember sl. og birtist í Sunnlenska fréttablaðinu og Dagskránni, sem dreift er ókeypis inn á öll heimili á Suðurlandi. Í umræddri  auglýsingu kemur fram að boðið séu upp á ókeypis “Jager” og einnig er í auglýsingunni  mynd af vínflösku, nánar tiltekið Jagermeister, sem er með 35% vínanda. Umrædd  skemmtun sem kynnt var sem “próflokadjamm” var  sérstaklega beint að þeim mikla fjölda ungmenna sem á þessum tíma voru að ljúka prófum.

Aðgerðahópurinn fordæmir auglýsingar af þessu tagi harðlega og beinir því til rekstraraðila veitinga- og skemmtistaða  og ritstjóra staðarblaða að þau styðji sveitarfélagið í að búa börnum og ungmennum í Árborg  þroskavænleg uppeldisskilyrði og líf án vímuefna og  birta því framvegis ekki auglýsingar sem gætu varðar við áfengislög. Athygli er vakin á því að ritstjóri Blaðsins var í Hæstarétti Íslands þann 23. október sl. dæmdur í 1.000.000 króna sekt auk sakarkostnaðar fyrir birtingu áfengisauglýsinga.

Aðgerðahópur um forvarnir í Árborg er skipaður fulltrúum Fjölskyldumiðstöðvar Árborgar, lögreglunnar á Selfossi, leik-og grunnskóla Árborgar, Fjölbrautaskóla Suðurlands, Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og Skólaskrifstofu Suðurlands.

Selfossi / Sveitarfélagið Árborg            18.12.2008.

F.h. Aðgerðarhóps um forvarnir í Árborg

Andrés Sigurvinsson,
verkefnisstjóri íþrótta-, forvarna- og menningarmála í Árborg.

Varanlegur hlekkur á þessa grein: https://www.foreldrasamtok.is/alyktun-fra-a%c3%b0ger%c3%b0arhop-i-forvornum-i-arborg/

Breskur sérfræðingur leggur til algert áfengisauglýsingabann í Bretlandi

Láttu aðra vita

Okkur barst þessi ágæta grein.

Expert says ban all alcohol ads

A leading doctor says all advertising of alcohol must be banned in a bid to curb Britain’s growing drink problem.

The comments by the head of the Royal College of Physicians come as latest data show alcohol-related deaths in the UK have doubled in the past 15 years.

Professor Ian Gilmore said the measure was necessary to protect children who were influenced by sporting heroes wearing branded clothing.

Government said it was already introducing measures to help.

Professor Gilmore suggested a phased ban.

“I think it would be hard to move to a total advertising ban straight away, but we can work towards it.

“Most urgently we should look at introducing a watershed, with a move towards a complete ban.”

He said it made no sense to have a watershed for promoting unhealthy foods to children but then allow alcohol advertising during the day.

Wrong messages

Professor Gilmore said he had recently watched a football match on satellite television which had shown four alcohol advertisements over the course of a lunchtime.

He suggested advertising within sporting events could be particularly influential upon children. He explained that how his nine-year-old nephew had a Liverpool shirt with the Carlsberg logo on it.

He also said drink was too cheap to buy in supermarkets and called for higher taxes on alcohol.

“We really are quite liberal in comparison with many countries.

“I’m not teetotal and we are not calling for prohibition. But we want to see some evidence-based strategies to see a reduction in the alcohol-related harm which we see in our hospitals,” he said.

A spokeswoman for the Department of Health said: “We are concerned about the number of alcohol-related deaths and are committed to tackling this problem.”

She said they had recently launched a high-profile responsible drinking campaign, Know Your Limits, aimed at 18 to 24-year-olds.

“We are also working closely with alcohol drinks industry and non-industry stakeholders on promoting more responsible drinking and preventing alcohol misuse.”

Af BBC  http://news.bbc.co.uk/1/hi/health/6390663.stm

Varanlegur hlekkur á þessa grein: https://www.foreldrasamtok.is/breskur-serfr%c3%a6%c3%b0ingur-leggur-til-algert-afengisauglysingabann-i-bretalandi/

Load more