Salvör Kristjana Gissurardóttir hlýtur viðurkenningu Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum.

Láttu aðra vita

María B Jónsdóttir, Salvör K Gissurardóttir og Árni Guðmundsson

Fréttatilkynning frá foreldrasamtökum gegn áfengisauglýsingum.

Salvör Kristjana Gissurardóttir hlýtur viðurkenningu Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum.

Síðla sumars á sunnudagsmorgni ákveður Salvör Kristjana Gissurardóttir að bregða sér í gönguferð um ágætt útivistarsvæði í hverfi sínu Grafarvoginum.  Ekki hafði Salvör gengið lengi er hún rekur augun í áfengisauglýsingar á  víð og dreif um svæðið.  Áfengisauglýsingar eru bannaðar með lögum eins og alkunna er og af þeim sökum ákveður hún að taka til sinna ráða og fjarlægja þessar áfengisauglýsingar. Við það varð uppi fótur og fit auglýsingarnar reyndust vera á ábyrgð Golfklúbbs Reykjavíkur og hluti af umgjörð íþróttamóts. Salvöru  er hótað öllu illu og ekki síst að Lögregla verði kölluð til vegna þessara aðgerða hennar. Vandséð var  hvert hlutverk Lögreglunnar ætti að vera annað en það að ganga inn í verk Salvarar og hjálpa til við að fjarlæga þessar auglýsingar. Ekki kom lögreglan enda hefði viðkomandi íþróttafélag orðið sér að algeru atlægi með því. Auglýsingarnar hurfu a.m.k. af útivistarsvæðinu.

Hugtakið borgarleg skylda á óneitanlega við um frumkvæði Salvarar Kristjönu sem er til fyrirmyndar og leiðir jafnframt hugann að því hve lögregluyfirvöld standa sig illa í því að taka á augljósum og margítrekuð brotum.  Þrátt fyrir gríðarlega aukningu áfengisauglýsinga þá hefur ekki fallið dómur vegna brota á 20 gr. áfengislaga síðan 2009?  Í gegnum vef Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum www.foreldrasamtok.is  hafa farið fleiri hundurð ábendingar og kærur um brot til yfirvalda. Af nægu er að taka og undrast Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum þetta eindæma fálæti gegn augljósum brotum.

Meðan að svo er þá er ljóst að það er þörf fyrir frumkvæði í anda borgarlegrar skyldu samsvarandi þeirri og Salvör Kristjana viðhafði síðla sumars og fyrir það vilja Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum heiðra hana sérstaklega.

Varanlegur hlekkur á þessa grein: https://www.foreldrasamtok.is/salvor-kristjana-gissurardottir-hlytur-vidurkenningu-foreldrasamtaka-gegn-afengisauglysingum/