Previous Next

Ríkissaksóknari – hvílík lausatök í augljósu máli !

Láttu aðra vita

Embætti ríkissaksóknara fellir niður rannsókn á áfengisauglýsingum á Þjóðhátíð í Eyjum 2010?

Foreldrasamtökum gegn áfengisauglýsingum bárust fjöldi ábendinga um áfengisauglýsingar í tengslum við hátíðina. Ábendingum var komið á framfæri við sýslumanninn í Vestmanneyjum sem sá enga ástæðu til aðgerða? Vakti mikla undrun Foreldrasamtakanna enda í hróplegu ósamræmi við þær upplýsingar sem við höfum frá fjölda fólks sem þarna var statt og hefur sent okkur ábendingar. Annað varðandi þessa meintu rannsókn er hæfi þess lögreglumanns sem f.h. sýslumanns rannsakaði málið en viðkomandi er félagsmaður og fyrrum leikmaður ÍBV sem er aðili að hátíðinni. Það sem síðan gerir málið öllu verra er að ríkissaksóknari gerir, eftir áfrýjun af hálfu Foreldarsamtaka gegn áfengisauglýsingum, álit viðkomandi að sínu sbr meðfylgjandi bréf. Foreldarsamtök gegn áfengisauglýsingum íhuga stjórnsýslukæru af þessu tilefni enda með ólíkindum hvers lags lausatök hafa verið viðhöfð að hálfu viðkomandi embætta í eins augljósu máli og hér um ræðir.

Fyrstu viðbrögð Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum var eftirfarandi póstur til embættis ríkissaksóknara

“Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum undrast þessa niðurstöðu embættisins vegna áfengisauglýsinga á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum 2010. Það liggja fyrir vitnisburðir fjölda fólks um áfengisauglýsingar út um allt svæðið m.a . skjáauglýsingar sem voru skýlaus brot á 20 gr. áfengisalaga, auglýsingum þar sem í engu var hirt um að koma þessu orðskrípi „léttöl“ fyrir. Hitt er svo annað mál að orðið léttöl, í illlæsilegu og smáu letri, oft nánast samlitu bakgrunni, séu talin gild rök til frávísunar máls, en ekki meðhöndlaður sem augljós og saknæmur útúrsnúningur á 20 gr. áfengislaga þar sem m.a.segir: „enda megi augljóst vera að um óáfenga drykki sé að ræða í skilningi laganna og ekki vísað til hinnar áfengu framleiðslu.“ Þessi tiltekni framleiðandi leggur akkúrat enga áherslu á að selja þetta „léttöl „ enda er það í besta falli illfáanlegt. Öll framsetning auglýsinganna, myndmál, letur, litir og orðfæri vísa til hinnar áfengu framleiðslu.
Hugtakið „Léttöl“ er auki þess hvergi skilgreint sem sérstakt íslenskt hugtak yfir óáfenga drykki nema hjá áfengisframleiðendum, lögreglustjóraembættum, ríkissaksóknara og dómskerfinu og sorglegt það skuli í þeim skilningi vera orðið lögfræðilegt skálkaskjól . Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum skora á embættið að endurskoða þessa afstöðu sína enda ljóst að einungis var tekið á tilteknum atriðum og hluta þeirra brot sem þarna voru framin og málavextir fjarri því kannaðir til hlítar.

f.h Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum.
Árni Guðmundsson
formaður

Afengisauglýsingar -thjohatið Vestmannaeyjum

Varanlegur hlekkur á þessa grein: https://www.foreldrasamtok.is/rikissaksoknari-hvilik-lausatok-i-augljosu-mali/

Áfengiskaup foreldra viðbót við aðra drykkju

Láttu aðra vita

Þetta athyglisverða viðtal birtist í Morgunblaðinu

Andri Karl andri@mbl.is

Sú hugmynd að foreldrar geti komið í veg fyrir neikvæðar afleiðingar áfengisneyslu með því að kaupa áfengi fyrir börn sín á ekki við nein rök að styðjast. Þetta segir Kjartan Ólafsson, lektor í félagsfræði við Háskólann á Akureyri. Þau ungmenni sem keypt er fyrir eru líklegri til að drekka meira og lenda í vandræðum.

Kjartan hélt erindi á ráðstefnu um íslenskar æskulýðsrannsóknir í gærmorgun. Fjallaði hann um uppruna áfengis sem unglingar drekka og tengsl við drykkjumynstur þeirra. „Ég skoðaði fyrst og fremst hvort foreldrar geti komið í veg fyrir að unglingarnir drekki heimabrugg, smyglað áfengi eða álíka, með því að kaupa áfengi fyrir þá sjálfir. Meginniðurstaðan er sú, að það virkar ekki þannig. Ungmenni sem eiga foreldra sem kaupa fyrir þau áfengi eru einnig líklegri til að fá áfengi eftir öðrum leiðum,“ segir Kjartan en könnunin beindist að nemendum í tíunda bekk grunnskóla, þ.e. 15-16 ára unglingum.

Lenda í vandræðum

Af þeim ungmennum sem höfðu einhvern tíma orðið drukkin árið á undan voru 13% sem áttu foreldra sem keypt höfðu fyrir þau áfengi. Langalgengast var hins vegar að unglingarnir kæmust yfir áfengi í gegnum vinskap, t.d. að einhver eldri færi í Vínbúðina fyrir þá. Um þrjátíu prósent þeirra sem höfðu orðið ölvuð drukku heimabruggað áfengi.

Ekki nóg með að þau ungmenni sem fengið höfðu áfengi hjá foreldrum sínum drykkju meira heldur voru þau mun líklegri til að lenda í alls kyns vandræðum. „Viðkomandi unglingar voru fjór- til fimmfalt líklegri til að lenda á slysadeild vegna drykkjunnar, tvöfalt líklegri til að lenda í slagsmálum og þrefalt líklegra var að einhverju hefði verið stolið af þeim vegna drykkjunnar. Það eru því allar tegundir vandræða sem ungmennin í hópnum sem foreldrar keyptu áfengi fyrir voru líklegri til að lenda í.“

Áhugavert fyrir foreldra

Að mati Kjartans er hugsanlegt að það séu þau skilaboð sem foreldrarnir senda börnunum sínum sem hafi þessi áhrif. „Ekki er hægt að segja að ungmennin drekki meira eða lendi í vandræðum vegna þess að áfengi er keypt fyrir þau. En með því að kaupa fyrir þau áfengi eru foreldrarnir að viðurkenna að það sé hluti af þeirra lífi að drekka áfengi. Það eru mjög sterk skilaboð og leiðir hugsanlega til þess að unglingarnir drekka meira og lendi því frekar í vandræðum.“

Kjartan segir að niðurstöðurnar ættu að vera mjög áhugverðar fyrir foreldra sem velta fyrir sér hvort ekki sé betra að kaupa sjálf áfengi fyrir börn sín en að þau nálgist það eftir öðrum leiðum. „Þeir krakkar eru líklegri til að ná sér í áfengi eftir öllum öðrum leiðum. Líklegri til að fá einhvern til að kaupa fyrir sig og drekka heimabrugg. Það sem foreldrarnir kaupa virðist vera lagt í púkkið.“

Æskulýðsrannsóknir
» Kjartan studdist við evrópsku vímuefnakönnunina sem Ísland hefur verið aðili að frá upphafi, árinu 1995.
» Félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri og Æskulýðsráð í samvinnu við Tómstunda- og félagsmálafræðibraut Menntavísindasviðs Háskóla Íslands stóðu að ráðstefnunni í gærmorgun.

Varanlegur hlekkur á þessa grein: https://www.foreldrasamtok.is/afengiskaup-foreldra-vi%c3%b0bot-vi%c3%b0-a%c3%b0ra-drykkju/

Frábært framtak ráðherranna

Láttu aðra vita

Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum fagna frumkvæði ráðherra heilbrigðis- og dómsmála um að skerpa verulega á 20. grein áfengislaga um bann við áfengisauglýsingum. Þó svo að lögin sé að mati flestra afar skýr og ekki síst hinn siðferðilegi boðskapur laganna þá hafa mörg fyrirtæki virt slíkt að vettugi og farið fram með þeim hætti í áfengisauglýsingum að flestu fólki ofbýður. Markhópur áfengisauglýsenda eru  börn og ungmenni eins og dæmin sanna, sem gengur algerlega þvert að markmið foreldrasamfélagsins sem er m.a. að halda grunnskólanum vímuefnalausum og draga almennt úr neyslu áfengis meðal barna og unglinga.

Bann gegn áfengisauglýsingum snýst um vernd barna og ungmenna og rétt þeirra til þess að vera laus við eins ómerkilegt áreiti  og áfengisauglýsingar eru. Lögin snúast því um velferð æskunnar og réttindi hennar fremur en ítrustu viðskiptasónarmiða áfengisframleiðenda og sala.

Ráðherrarnir Álfheiður Ingadóttir og Ragna Árnadóttir og Ríkisstjórn Íslands hafa með boðuðum breytingum í formi frumvarps á haustþingi sýnt afar gott fordæmi og ekki síst í verki tekið einarða afstöðu með sjálfsögðum réttindum barna og ungmenna. Þessu ber að fagna og það er von Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum að vel takist til.

Varanlegur hlekkur á þessa grein: https://www.foreldrasamtok.is/frab%c3%a6rt-framtak-ra%c3%b0herranna/

Af hverju er Golfsamband Íslands að auglýsa áfengi ?

Láttu aðra vita

Foreldrasamtökum gegn áfengisauglýsingum hefur borsit fjöldi ábendinga og kvartanna vegna heilsíðu áfengisauglýsingar Golfsambands Íslands í Fréttablaðinu 28/8 2010. Í áfengisauglýsingunni eru okkar helstu afreksmönnum í golfi og afrekum þeirra jafnað við “verðlaunaða” áfengisframleiðslu viðkomandi fyrirtækis!  Kostaður áróður eins og áfengisauglýsingar um “eigið ágæti” og íþróttaafrek eiga akkurat ekki neitt sameiginlegt.

Áfengisauglýsingin er merkt Golfsambandi Islands og unnin af auglýsingarstofunni Fíton og auglýsir áfengi frá Ölgerð Egils Skallagrímssonar. Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum hafa sbr bréf hér að neðan óskað eftir því að lögreglustjóraembættið á höfuðborgarsvæðinu taki þetta þetta mál til formlegrar meðferðar.

Hafnarfirði 28.ágúst 2010

Lögreglustjórinn á Höfuðborgarsvæðinu

Í Fréttablaðinu í dag 28.ágúst, í íþróttaopnu blaðsins, á síðu 57, heilsíðuáfengisauglýsing frá Golfsambandi Íslands þar sem það mærir af ákafa margverðlaunaða áfengistegund fyrirtækisins Egils Skallagrímssonar eins og berlega kemur fram í auglýsingunni m.a. Australian international BERR award 2008 svo ekki sé minnst á World Beer cup 2008. Allt myndmál auglýsingarinnar sem og texti vísar fyrst og fremst til hinnar áfengu framleiðslu fyrirtækisins. Umbúðir eru nákvæmlega þær sömu og gefur að líta í verslunum ÁTVR. Allt efni þessarar auglýsingar vísar því til þess að Golfsamband Íslands, sem auglýsenda í þessu tilfelli, getur ekki að sannað að hér sé um „léttöl“ að ræða þó svo að því orði sé komið fyrir af mikill hógværð og algerlega úr samhengi við allt annað í þessari áfengisauglýsingum. Það því  mati Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum að engin vafi leiki á að hér er um skýlaust brot á 20 gr. áfengislaga að ræða. Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum óska því eftir að embætti yðar taki þessa ábendingu til formlegrar meðferðar.Börn og ungmenni eiga lögvarðan rétt á því að vera laus við áfengisauglýsingar og ekki síst af aðilum innan íþróttahreyfingarinnar eins og því miður er raunin í þessu tilfelli.

Virðingarfyllst

Árni Guðmundsson form Foreldrasamtök gegnáfengisauglýsingum

Afrit:

Dómsmálaráðherra, Heilbrigðisráðherra, Menntamálaráðherra, Umboðsmaður barna, Talsmaður neytenda, Barnaverndarstofa, stjórn ÍSÍ o.fl

Varanlegur hlekkur á þessa grein: https://www.foreldrasamtok.is/af-hverju-er-golfsamband-islands-a%c3%b0-auglysa-afengi/

Og nú nennir RÚV ekki einu sinni að setja “léttöl” inn á áfengisauglýsingarnar

Láttu aðra vita

RÚV tekst með einstaklega óviðeigandi hætti að spyrða saman heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu og áfengisauglýsingum. Foreldrasamtökum gegn áfengisauglýsingum hafa borist mjög margar kvartannir vegna þessa framferðis RÚV síðustu vikurnar. Foreldrasamtökin hafa marg bennt á þessa lögleysu, bæði með bréfum til RÚV sem og með og ábendingum og tilkynningum til lögreglustjóra.

Allmargar ábendingar bárust þegar að þáttastjórnanda Betri stofunnar sá ástæðu til þess að vekja sérstaka athygli á snöggum viðbrögðum áfengisframleiðenda við lúðrum á HM með framleiðslu á áfengisauglýsingu,  teiknimynd þar sem einhver björn treður lúður inn í sel? og sýndi í kjölfarið áfengiauglýsinguna (án hins friðþægandi útúrsnúnings að mati áfengisframleiðenda “léttöls”) í miðjum þætti og svo auðvitað í sí og æ eftir það.

Nú er svo komið að Ölgerðin nennir ekki einu sinni að setja inn í sekundubrot í auglýsingarnar orðið “léttöl” í lítilli og óljósri starfagerð sbr auglýsingu í leikhléi í gær 7/7 kl 19:30 og svo hitt að RÚV hirðir ekki lengur um að athuga hvað þeir senda út.   Að sjálfsögðu var tafarlaust send ábending til þess bærra aðila. Það er því augljóst að Ölgerð Egils Skallagrímssonar fær enn einn dóminn  (ef ekki tvo) á sig innan tíðar vegna brota  og svo þarf útvarpsstjóri að svara fyrir og sæta ritstjórnarlegri ábyrgð. Telur útvarpsstjóri að þessar endalausu áfengisauglýsingar á RÚV séu í þágu hans umbjóðenda sem eru ekki síst börn og unglingar í landinu.

20. gr áfengislaga er afar skýr sem og siðferðilegur boðskapur laganna  – Það alveg einstaklega óviðeigandi  að RÚV fari ekki eftir þessum lögum en veiti þessi í stað áfengisframleiðendum óheftan aðgang að sínum mikilvægasta markhóp börnum og unglingum með endalausum áfengisauglýsingum í þáttum eins og t.d. HM.

Varanlegur hlekkur á þessa grein: https://www.foreldrasamtok.is/og-nu-nennir-ruv-ekki-einu-sinni-a%c3%b0-setja-lettol-inn-a-afengisauglysingarnar/

RÚV leggst lágt

Láttu aðra vita

Foreldrasamtökum gegn áfengisauglýsingum þykir RUV leggjast lágt með endalausum ólöglegum áfengisauglýsingum í kringum HM útsendingar – Áhorfendur eru að stórum hluta börn og unglingar – Sorglegt að RÚV skynji ekki samfélagslega ábyrgð sína en sýni þess í stað siðferði á lægsta plani – Burtu með þessar áfengisauglýsingar.

Varanlegur hlekkur á þessa grein: https://www.foreldrasamtok.is/ruv-leggst-lagt/

Load more