Af hverju er Golfsamband Íslands að auglýsa áfengi ?

Láttu aðra vita

Foreldrasamtökum gegn áfengisauglýsingum hefur borsit fjöldi ábendinga og kvartanna vegna heilsíðu áfengisauglýsingar Golfsambands Íslands í Fréttablaðinu 28/8 2010. Í áfengisauglýsingunni eru okkar helstu afreksmönnum í golfi og afrekum þeirra jafnað við “verðlaunaða” áfengisframleiðslu viðkomandi fyrirtækis!  Kostaður áróður eins og áfengisauglýsingar um “eigið ágæti” og íþróttaafrek eiga akkurat ekki neitt sameiginlegt.

Áfengisauglýsingin er merkt Golfsambandi Islands og unnin af auglýsingarstofunni Fíton og auglýsir áfengi frá Ölgerð Egils Skallagrímssonar. Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum hafa sbr bréf hér að neðan óskað eftir því að lögreglustjóraembættið á höfuðborgarsvæðinu taki þetta þetta mál til formlegrar meðferðar.

Hafnarfirði 28.ágúst 2010

Lögreglustjórinn á Höfuðborgarsvæðinu

Í Fréttablaðinu í dag 28.ágúst, í íþróttaopnu blaðsins, á síðu 57, heilsíðuáfengisauglýsing frá Golfsambandi Íslands þar sem það mærir af ákafa margverðlaunaða áfengistegund fyrirtækisins Egils Skallagrímssonar eins og berlega kemur fram í auglýsingunni m.a. Australian international BERR award 2008 svo ekki sé minnst á World Beer cup 2008. Allt myndmál auglýsingarinnar sem og texti vísar fyrst og fremst til hinnar áfengu framleiðslu fyrirtækisins. Umbúðir eru nákvæmlega þær sömu og gefur að líta í verslunum ÁTVR. Allt efni þessarar auglýsingar vísar því til þess að Golfsamband Íslands, sem auglýsenda í þessu tilfelli, getur ekki að sannað að hér sé um „léttöl“ að ræða þó svo að því orði sé komið fyrir af mikill hógværð og algerlega úr samhengi við allt annað í þessari áfengisauglýsingum. Það því  mati Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum að engin vafi leiki á að hér er um skýlaust brot á 20 gr. áfengislaga að ræða. Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum óska því eftir að embætti yðar taki þessa ábendingu til formlegrar meðferðar.Börn og ungmenni eiga lögvarðan rétt á því að vera laus við áfengisauglýsingar og ekki síst af aðilum innan íþróttahreyfingarinnar eins og því miður er raunin í þessu tilfelli.

Virðingarfyllst

Árni Guðmundsson form Foreldrasamtök gegnáfengisauglýsingum

Afrit:

Dómsmálaráðherra, Heilbrigðisráðherra, Menntamálaráðherra, Umboðsmaður barna, Talsmaður neytenda, Barnaverndarstofa, stjórn ÍSÍ o.fl

Varanlegur hlekkur á þessa grein: https://www.foreldrasamtok.is/af-hverju-er-golfsamband-islands-a%c3%b0-auglysa-afengi/