Previous Next

Breskri unglingar vilja vernd gegn áfengisauglýsingum

Láttu aðra vita

Breska dagblaðið The Guardian fjallar um athyglisverða könnun um viðhorf breskrar unglinga til áfengisauglýsinga

Young people want more protection from alcohol advertising, survey says

Alcohol Concern’s survey of 2,300 young adults finds many urging more regulation to protect those under drinking age

Most young people would like more protection from alcohol advertising, but under-18s do not recognise that drink logos on football shirts are a form of marketing, according to a survey.

Alcohol Concern, which surveyed 2,300 children and young adults, says it sought their views because they are usually excluded from the discussion.

The survey found that most wanted more regulation than at present to safeguard those who are under the drinking age from alcohol marketing. Most – 60% – wanted alcohol adverts in the cinema restricted to 18-certificate films while 58% said alcohol adverts should only be allowed on television after the 9pm watershed. Alcohol promotion, said 59%, should be limited only to the areas of supermarkets and off-licences selling alcohol.

About half did not recognise “below the line” marketing strategies, such as sponsorship of football shirts, festivals and branded pages on social networking sites.

Many thought the present internet safeguards on under-18s accessing alcohol-brand websites were inadequate, however – on social media sites, those who are under-18 and have given details of their age or date of birth are blocked.

Most young women – 70% – said they wanted clear labels with information about health risks on all alcoholic drink bottles and cans.

Alcohol Concern says that the government needs to reduce the “cumulative exposure” of young people to “positive drinking messages”.

“If one of the aims of alcohol marketing regulations is to protect children and young people from exposure to advertising then government needs to ask itself whether the current framework is fit for purpose,” said Don Shenker, chief executive of Alcohol Concern.

“Clearly young people don’t believe it is, and their preference for stronger protection deserves to be heard. There are simple changes the government could make to better protect children. Hopefully they will listen to their views.”

He was supported by the Conservative MP Dr Sarah Wollaston, who said: “The most compelling quote in this hard-hitting report comes from one 15-year-old: ‘Both my parents are alcoholics, you should put them in an ad so no one would drink.’

“Instead of this, however, young people are bombarded with positive images of alcohol which encourages them to start drinking earlier and to drink more when they do. It is time to protect children from this, and to take action against the growing influence of ‘below the line’ marketing through social media, brand merchandising and sponsorship.”

Varanlegur hlekkur á þessa grein: https://www.foreldrasamtok.is/breskri-unglingar-vilja-vernd-gegn-afengisauglysingum/

Vika 43 – Réttur barna

Láttu aðra vita

Réttur barna á Íslandi til lífs án neikvæðra afleiðinga áfengis- og vímuefnaneyslu

Vika 43, vímuvarnavikan, verður 23. – 30. október í ár en þetta er 8. árið sem þessi vika er tileinkuð vímuvörnum. Vika 43 er vettvangur félagasamtaka sem hafa forvarnir að markmiði starfs síns eða vilja leggja vímuvörnum lið, til þess að vekja athygli á forvarnastarfi og áfengis- og vímuefnamálum; varpa ljósi á viðfangsefni forvarna og kynna sérstaklega starf sem unnið er á vettvangi félagasamtaka; vekja athygli landsmanna á mikilvægi forvarna, einkum forvörnum gagnvart börnum og unglingum og; virkja þekkingu, styrk og samstöðu grasrótarsamstarfs til eflingar forvarnastarfs.

Að þessu sinni er í viku 43 athygli beint að rétti barna og ungmenna til vímulauss lífs og verndun þeirra gegn neikvæðum áhrifum neyslu áfengis og annarra vímuefna, eins og mælst er til í yfirlýsingu aðildarríkja Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar frá árinu 2001(1) og barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna (2). Þennan rétt barna þarf að verja með ýmsum hætti og í vikunni verður kastljósi beint að því í hverju þessi réttur felst og hvernig Íslendingar standa sig hvað þetta varðar.

Dagskrá vímuvarnaviku 2011:
Vikuna 23. til 29. október verður vakið með ýmsum hætti athygli á því hvernig við getum verndað rétt barna fyrir vandamálum vímuefnaneyslu.  Umræðum, greinaskrifum, áskorunum, fundum og auglýsingum verður komið á framfæri með ýmsum hætti í sjónvarpi, útvarpi, dagblöðum og netmiðlum.

Undirritun yfirlýsingar Viku 43 – blaðamannafundur

Undirritun yfirlýsingar Viku 43 fer fram í sal KFUM við Holtaveg föstudaginn 28. október nk. kl. 15.00.  Þangað er fulltrúum félagasamtaka í verkefninu Vika 43 boðið að koma og undirrita yfirlýsingu Viku 43 en að auki munu skrifa nafn sitt á hana við þetta tækifæri velferðarráðherra, Guðbjartur Hannesson og umboðsmaður barna, Margrét María Sigurðardóttir.
Yfirlýsingunni verður í framhaldi dreift til fjölmargra aðila sem fara með málefni forvarna á Íslandi; skóla, stofnana, stjórnenda, heimila, fagaðila og samtaka til hvatningar og upplýsingar um þennan mikilvæga rétt barna til lífs án áreitis neikvæðra afleiðinga áfengis- og vímuefnaneyslu.

Varanlegur hlekkur á þessa grein: https://www.foreldrasamtok.is/vika-43-rettur-barna/

Ekki vera stikkfrí – tilkynnum augljós brot

Láttu aðra vita

Varanlegur hlekkur á þessa grein: https://www.foreldrasamtok.is/ekki-vera-stikkfri-tilkynnum-augljos-brot/

Verndum bernskuna – hverjir eiga gera það?

Láttu aðra vita

Ágætis bæklingur var gefinn út af Forsætisráðuneytinu, Þjóðkirkjunni, Velferðasjóð barna, Umboðsmann barna ásamt Heimili og skóla. Bæklingurinn ber heitið, Verndum bernskuna, og er ætlaður foreldrum og uppalendum. Í bæklingnum koma fram tíu heilræði. Heilræði nr. 6 hljómar þannig að foreldrum er ætlað að hlífa barninu við ónauðsynlegu áreiti. Í því heilræði kemur einnig fram að ýmsir bera ábyrgð á því sem borið er á borð fyrir barnið þitt, þú sem foreldri og uppalandi, fjölskyldan, starfsfólk skóla og fjölmiðlar (Verndum bernskuna, e.d.). Ágætis heilræði og ágætt að fá áminningu um hvaða skyldur og ábyrgð ég beri gagnvart mínu barni. En hvernig er það hægt þegar lögbrot eru framin í fjölmiðlum þessa lands daglega. Áfengisauglýsingar verða sífellt fyrirferðameiri í íslensku samfélagi og ekki nóg með að fjölmiðlar eru duglegir að birta áfengisauglýsingar því einnig má sjá ýmsa fyrirtækjabíla merkta áfengistegundum. Eitt er víst að við síendurteknar auglýsingar á áfengi þá myndast jákvæðari viðhorf til áfengis og væntanlega aukast líkurnar hjá þeim sem horfir eða hlustar á áfengisauglýsingu á að versla auglýsta vöru. En erum við ekki með lög í landinu sem segja að það sé bannað að auglýsa áfengi? Í áfengislöggjöfinni kemur eftirfarandi fram hvers konar auglýsingar á áfengi og einstökum áfengistegundum eru bannaðar. Enn fremur er bannað að sýna neyslu eða hvers konar aðra meðferð áfengis í auglýsingum eða upplýsingum um annars konar vöru eða þjónustu (Lög um áfengi nr.7515/1998). Og ef við skoðum lög um tóbaksvarnir þá er svipað uppá teningnum. En þar kemur fram að hvers konar auglýsingar á tóbaki og reykfærum eru bannaðar hér á landi (Lög um tóbaksvarnir, nr.631/2002).

Ekki er mikil munur á orðalagi í þessum tveimur greinum, annars vegar 7.gr í Lög um tóbaksvarnir og hins vegar 20.gr. Í Lög um áfengi. Tóbaksauglýsingar hef ég ekki orðið vör við en sífellt er verið að auglýsa áfengi í fjölmiðlum landsins. Hvernig stendur á því? Eru innflytjendur áfengis tilbúnari til þess að fremja lögbrot en þeir sem flytja inn tóbakið? Eða er þetta bara allt sama tóbakið? Það að lög séu ekki virt í landinu er til háborinnar skammar. Innflytjendur áfengis þurfa leyfi til þess að fá að flytja inn áfengi og það leyfi fá þeir frá stjórnvöldum. Lög hafa svo verið sett þar sem bannað er að auglýsa þessa ákveðna neysluvöru sem er eins og flestir vita er engin venjuleg neysluvara. Hvernig svo stendur á því að innflytjendur geta í sífellu verið að brjóta landslög og komast upp með það á ég erfitt með að skilja. Kærur vegna áfengisauglýsinga hafa verið sendar en litið sem ekkert er gert til þess að stöðva þetta áreiti. Ef eitthvað er þá fjölgar áfengisauglýsingum frekar en hitt. Til hvers að vera með lög ef ekki er farið eftir þeim? Í skýrslu, Ímynd Íslands: Styrkur, staða og stefna sem forsætisráðuneytið lét gera til þess að styðja við útrásina er talið til kosta að Íslendingar séu ekki svo mikið fyrir reglur og aga. Þessi skýrsla birtist í apríl árið 2008. Við vitum nú öll hvernig það endaði. Viljum við að samfélagið sé þannig að einstaklingar og fyrirtæki brjóti lög og reglur til þess eins að græða sem mest? Því það er væntanlega peningargræðgin sem knýja innflytjendur áfram. Vonin um að fleiri kaupi áfengið og ekki verra að fá að kynna fyrir börnum og ungu fólki sem fyrst fyrir vörunni. Dýrar og vel út pældar auglýsingar dynja á okkur þar sem fjölskyldan situr á föstudagskvöldi fyrir framan sjónvarpið og biður eftir að fjölskylduþátturinn ,,Útsvar” hefjist. Þvílík snilld og það í ríkissjónvarpinu, sjónvarpi allra landsmanna. Ég sem foreldri og uppalandi er orðin langþreytt á þessari þvælu þeirra sem eiga sjá til þess að við séum laus við áfengisauglýsingar og kalla eftir aðgerðum stjórnvalda. Viljum við virkilega að börn og ungmenni séu að ,,fræðast” um hvaða áfengistegund sé best af ráðandi markaðsöflum sem eru svo sannarlega að nýta sér frjálsræðið hér á landi? Samfélagsleg og siðferðisleg ábyrgð gagnvart börnum hvílir ekki einungis á foreldrum heldur einnig á markaðanum og stjórnvöldum þessa lands sem settu áfengislög á sínum tíma.

María Birna Jónsdóttir uppalandi og foreldri

Varanlegur hlekkur á þessa grein: https://www.foreldrasamtok.is/verndum-bernskuna-%e2%80%93-hverjir-eiga-gera-thad/

Er Ríkisútvarpið eins og óþægur krakki ?

Láttu aðra vita

Foreldrasamtökum gegn áfengisauglýsingum berst fjöldi kvartanna vegna áfengisauglýsinga í Ríkisútvarpinu. Á bak við eina ábendingu/ kæru frá Foreldrasamtökunum  getur því verið fjöldi ábendinga frá fólki .   Þrátt fyrir einlægar óskir og ábendingar um að Ríkisútvarpið sinni skyldum sínum , sýni gott fordæmi og ábyrgð gagnvart okkar yngstu þegnum þá hafa brot á 20. gr áfengislaga um bann við áfengisauglýsingum verið þverbrotin og ef eitthvað er þá hefur Ríkisútvarpið gengið fram fyrir skjöldu þeirra aðila sem misvirða sjálfsögð og lögvarin réttindi barna og ungmenna til þess að vera  laus við áfengisáróður .

Nú er svo komið að Ríkisútvarpið hirðir ekki lengur um viðskeytið “ léttöl“ enda er það að öllu jöfnu málinu algerlega óviðkomandi.  Nýjast dæmið er að tiltekin vínveitingastaður auglýsir algerlega átölulaust (áfengistegundina) „ XXXX svell kaldur“.   Það þarf engan sérstakan málfarsráðunaut til þess að benda Ríkisútvarpinu á kyn orða en ef þetta á að vera enn ein „léttöls“ auglýsingin þá er ekki bara um brot og útúrsnúning  á 20. gr. áfengislaga að ræða,  því málnotkunin er æðstu menningarstofnun þjóðarinnar  til skammar.

Hvað þarf margar kærur og ábendingar til þess að Ríkisútvarpið fari að lögum? Hvernig samfélag er það eiginlega þegar Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum þarf að standa í erjum við útvarp allra landsmanna vegna algerlega sjálfsagðra réttinda barna og ungmenna. Skilur Ríkisútvarpið ekki samfélagslega ábyrgð sína. Er Ríkisútvarpið eins og óþægur krakki ? Er ekki komin tími til að yfirstjórn Ríkisútvarpsins grípi í taumanna og sjái til þessa að Ríkisútvarpið standi undir nafni sem virðuleg menningarstofnun í siðuðu samfélagi.

Varanlegur hlekkur á þessa grein: https://www.foreldrasamtok.is/er-rikisutvarpid-eins-og-othaegur-krakki/

Með lögum skal land byggja – láttu vita af lögbrotum

Láttu aðra vita

Hér hægra megin á síðunni er með einföldum hætti hægt að senda inn ábendingar um brot á banni við áfengisauglýsingum. Formið er einfalt og  tilkynning berst viðkomandi lögregluyfirvöldum fljótt og skilmerkilega. Margir hafa notfært sér þetta sem er hið besta mál.

Það er einnig mögulegt að senda okkur ábendingar um brot sem við komum áfram í nafni Foreldrasamtakanna. Það er margir sem notfæra sér þessa leið.  Í slíkum tilfellum er hægt að senda ábendingu til okkar í póstfangið foreldrasamtok@foreldrasamtok.is merkt “Ábending”.  Æskilegt er að með ábendingum fylgi rafræn gögn s.s. myndir, myndskeið og eða  annað sem sýnir brotið sé þess kostur.  Í þeim tilfellum sem slíku er ekki að skipta þá nægir að senda okkur lýsingu.  Dæmi  um slíkt væri: Xx auglýsing í sjónvarps/útvarpsstöðinni x  12 janúar 2011  klukkan xx í þættinum x .

Láttu þig málið varða – láttu vita af augljósum lögbrotum – Með lögum skal land byggja

Varanlegur hlekkur á þessa grein: https://www.foreldrasamtok.is/med-logum-skal-land-byggja-lattu-vita-af-logbrotum/

Load more