Previous Next

Vika 43

Láttu aðra vita

Varanlegur hlekkur á þessa grein: https://www.foreldrasamtok.is/vika-43-3/

Borgaraleg skylda

Láttu aðra vita

Hugtakið borgarlega skylda á við um frumkvæði Salvarar Kristjönu þegar hún af eigin frumkvæði fjarlægir áfengisauglýsingar af golfvelli. Áfengisauglýsingar eru með öllu bannaðar samkvæmt íslenskum lögum og auk þess er sérstaklega óviðeigandi að auglýsa áfengi á íþróttavelli. GSÍ segist halda úti öflugu æskulýðsstarfi þó svo að áfengisáróðri sé haldið að ungviðinu sbr áfengisauglýsingar á völlunum.  Í gegnum vef  foreldrasamtakanna berast fjölmargar ábendingar um brot sem samtökin koma undantekningarlaust til lögregluyfirvald í formi ábendinga eða kæru.  Hvað Golfsambandið áhrærir þá eru kærur vegna áfengisauglýsinga á þeirra vegum fjölmargar, bæði í Golfblaðinu og á golfvöllum. Viðbrögð Lögreglu hafa verið lítil sem engin sem merkja má af því að Golfsambandið fer sínu fram að virðist algerlega óáreitt? Einhverjir eru búnir að fá nóg af þessu fálæti og grípa því til borgarlegra skyldu sinnar og koma í veg fyrir augljós lögbrot. Salvör Kristjana er gott dæmi  um slíkt

.

 

Varanlegur hlekkur á þessa grein: https://www.foreldrasamtok.is/borgaraleg-skylda/

Ritskoðun

Láttu aðra vita

Með Fréttablaðinu í dag kom auglýsingabæklingur frá Hamborgarfarbikkunni. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd þá telja Hamborgarfabrikkumenn að augljós og lögvarin réttindi barna og ungmenna til þess að vera laus við áfengisáróður sé ritskoðun? Sorglegt ef viðhorf fyrirtækisins til barna og ungmenna er með þessum hætti?

Varanlegur hlekkur á þessa grein: https://www.foreldrasamtok.is/ritskodun/

Foreldrasamtök lýsa yfir vonbrigðum

Láttu aðra vita

Ágæti þingmaður

Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum harma það að frumvarp ríkistjórnarinnar um breytingar á 20. grein áfengislaga* nái ekki fram að ganga á yfirstandandi þingi eins og nauðsynlegt hefði verið.

Málið varðar einföld og sjálfsögð réttindi barna og unglinga til þess að vera laus við áfengisáróður og eða eins og nú tíðkast augljósa og ómerkilega útúrsnúninga á siðferðilega skýrum núgildandi lögum.

Áfengisauglýsingum fjölgar stöðugt og þeim er markvisst beint að börnum og ungmennum. Lögreglustjóraembættið tekur ekki sem skyldi á þessum brotum, það eru ekki gefnar út kærur, að virðist, þrátt fyrir mýmörg og augljós brot er varða 20.gr núgildandi laga.

Dómskerfið virðist sætta sig við að hið afar smættaða orð “léttöl” , komi einhverstaðar fyrir í örskotsstund eða í illlesanlegum texta í felulitum viðkomandi áfengisauglýsingar.  Er einhverskonar skálkaskjól, án alls samhengis við annað innihald s.s. mynd- og talmál viðkomandi áfengisauglýsingar, svo ekki sé minnst á hina raunverulegu framleiðslu viðkomandi fyrirtækis.

Það er í þessu ljósi sorglegt að ekki tókst að koma í gegn ágætu frumvarpi ríkistjórnarinnar um breytingar á 20.gr áfengislaga, breytinga í þágu augljósra réttinda barna og ungmenna. Ástand eins og það er nú um stundir er ekki boðlegt í siðuð samfélagi,  skeytingarleysi og fálæti til þess bærra aðila hvað varðar síendurtekin og augljós brot ámælisverð.  

Eitt mikilvægasta og merkilegasta viðfangsefni hvers samfélags hverju sinni er velferð æskunnar. Margt hefur áunnist á þeim vettvangi sem betur fer. Frumvarp um breytingar á 20.gr áfengislaga er málefni sem snýst um velferð barna og unglinga og sem slíkt nauðsynlegt að öðlist gildi . Ábyrgð Alþingis er mikil og leitt að jafn mikilvægt málefni og hér um ræðir nái ekki fram að ganga. Það eru Foreldrasamtökum gegn áfengisauglýsingum  mikil vonbrigði.    

* (136. Áfengislög (skýrara bann við auglýsingum), innanríkisráðherra, 2. umr. var á dagskrá 105. fundar (ekki rætt).

Varanlegur hlekkur á þessa grein: https://www.foreldrasamtok.is/foreldrasamtok-lysa-yfir-vonbrigdum/

Burt með áfengisauglýsingar – frumvarp í sænska þinginu

Láttu aðra vita

Frumvarp um áfengisauglýsingar hefur verið lagt  fram í sænska þinginu . Í frumvarpinu kemur fram að herða beri lög um áfengisauglýsingar. Hér verður greint frá nokkrum þeim helstu rökum fyrir breytingunni.

Rannsókn Evrópusambandsins (EU), Alcohol and Health Forum, leiddi í ljós að áfengisauglýsingar hafa áhrif á unglinga. Í ljós kom að þeir unglingar sem eru byrjaðir í neyslu áfengra drykkja auka neyslu sína á áfengi. Einnig eru skýr fylgni milli þess magns áfengisauglýsinga sem ungt fólks horfir á og hversu mikið þeir auka neyslu sína. Alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) hefur kannað áhrif áfengisauglýsinga á neytendur. Stofnunnin dregur athyglinni sérstaklega að ungu fólki í því samhengi. Það má á engan hátt vanmeta þau áhrif sem áfengisauglýsingar hafa á ungt fólk. Alþjóða heilbrigðisstofnun mælir með banni á auglýsingum áfengis í stefnu sinni.

Sjá nánar: http://www.riksdagen.se/sv/Dokument-Lagar/Forslag/Motioner/Ingen-mer-alkoholreklam_GZ02So662/

Varanlegur hlekkur á þessa grein: https://www.foreldrasamtok.is/burt-med-afengisauglysingar-frumvarp-i-saenska-thinginu/

Áfengisauglýsingar, börn og ungmenni – staðreyndir

Láttu aðra vita

Nokkrir punktar úr skýrslunni, Building Capacity. Höfundur: Assembly of European Regions, 2010. Verkefnið var styrkt af EU – Public Health Programme.

Áfengisauglýsingar, markaðssetning og skaðsemi áfengis

Ýmsar rannsóknir benda á áfengisframleiðendur leitast eftir því að sýna jákvæða mynd af neysluvörunni. Horft er framhjá þeirri skaðsemi sem hún veldur einstaklingum og samfélaginu. Einnig hefur komið í ljós að bein tengsl eru á milli fjölda áfengisauglýsinga sem ungur einstaklingur horfir á og drykkjavenjur hans. Þannig að því fleiri áfengisauglýsingar sem ungur einstaklingur horfir á því líklegri er hann til þess að byrja fyrr að drekka áfengi. Einnig er líklegra að hann drekki meira (Farke, 2008).

 

Áfengisauglýsingum beint ungu fólki

Dýrum og vel gerðum áfengisauglýsingum er sérstaklega beint að ungu fólki og mikið lagt í sölurnar til þess að ná þeim sem kaupandahóp að vörunni. Þróun á nýjum vörum er til þess eins að selja þessum hóp kaupanda. Mikið er lagt í hönnun og það sem þykir höfða til ungs fólks. Áfengisframleiðendur leitast eftir því að auglýsa í tímaritum þar sem meirihluti lesanda er ungt fólk. Sjónvarpsauglýsingar sýna ungt fólk drekka áfengi yfirleitt undir mjög skemmtilegum kringumstæðum. Auglýsingar þar sem afleiðingar áfengis eru sýndar hafa aldrei verið birtar og verða það væntanlega aldrei – minnkar sölu. Hinir ýmsu íþrótta-  og menningarviðburðir eru oft styrktir af áfengisiðnaðinum. Með tiltölulegum litlum kostnaði þá hefur áfengisiðnaðurinn hreiðrað um sig á samskiptasíðum svo sem Facebook og Twitter. Á þeim vettvangi hefur og á  áfengisiðnaðurinn greiða leið að ungu fólki. En talið er að ungt fólk eyði mun meiri tíma á netinu en t.d. í sjónvarpsáhorf. Þetta veit áfengisiðnaðurinn og má segja með þessu að þeir séu svo sannarlega með á nótunum.

 

Sjá nánar: http://www.aer.eu/fileadmin/user_upload/MainIssues/Health/2010/Alcohol_Factsheets/Factsheet_13_-_Alcohol_Marketing_and_Youth.pdf

Varanlegur hlekkur á þessa grein: https://www.foreldrasamtok.is/afengisauglysingar-born-og-ungmenni-stadreyndir/

Load more