Borgaraleg skylda

Láttu aðra vita

Hugtakið borgarlega skylda á við um frumkvæði Salvarar Kristjönu þegar hún af eigin frumkvæði fjarlægir áfengisauglýsingar af golfvelli. Áfengisauglýsingar eru með öllu bannaðar samkvæmt íslenskum lögum og auk þess er sérstaklega óviðeigandi að auglýsa áfengi á íþróttavelli. GSÍ segist halda úti öflugu æskulýðsstarfi þó svo að áfengisáróðri sé haldið að ungviðinu sbr áfengisauglýsingar á völlunum.  Í gegnum vef  foreldrasamtakanna berast fjölmargar ábendingar um brot sem samtökin koma undantekningarlaust til lögregluyfirvald í formi ábendinga eða kæru.  Hvað Golfsambandið áhrærir þá eru kærur vegna áfengisauglýsinga á þeirra vegum fjölmargar, bæði í Golfblaðinu og á golfvöllum. Viðbrögð Lögreglu hafa verið lítil sem engin sem merkja má af því að Golfsambandið fer sínu fram að virðist algerlega óáreitt? Einhverjir eru búnir að fá nóg af þessu fálæti og grípa því til borgarlegra skyldu sinnar og koma í veg fyrir augljós lögbrot. Salvör Kristjana er gott dæmi  um slíkt

.

 

Varanlegur hlekkur á þessa grein: https://www.foreldrasamtok.is/borgaraleg-skylda/