Áfengisauglýsingar, börn og ungmenni – staðreyndir

Láttu aðra vita

Nokkrir punktar úr skýrslunni, Building Capacity. Höfundur: Assembly of European Regions, 2010. Verkefnið var styrkt af EU – Public Health Programme.

Áfengisauglýsingar, markaðssetning og skaðsemi áfengis

Ýmsar rannsóknir benda á áfengisframleiðendur leitast eftir því að sýna jákvæða mynd af neysluvörunni. Horft er framhjá þeirri skaðsemi sem hún veldur einstaklingum og samfélaginu. Einnig hefur komið í ljós að bein tengsl eru á milli fjölda áfengisauglýsinga sem ungur einstaklingur horfir á og drykkjavenjur hans. Þannig að því fleiri áfengisauglýsingar sem ungur einstaklingur horfir á því líklegri er hann til þess að byrja fyrr að drekka áfengi. Einnig er líklegra að hann drekki meira (Farke, 2008).

 

Áfengisauglýsingum beint ungu fólki

Dýrum og vel gerðum áfengisauglýsingum er sérstaklega beint að ungu fólki og mikið lagt í sölurnar til þess að ná þeim sem kaupandahóp að vörunni. Þróun á nýjum vörum er til þess eins að selja þessum hóp kaupanda. Mikið er lagt í hönnun og það sem þykir höfða til ungs fólks. Áfengisframleiðendur leitast eftir því að auglýsa í tímaritum þar sem meirihluti lesanda er ungt fólk. Sjónvarpsauglýsingar sýna ungt fólk drekka áfengi yfirleitt undir mjög skemmtilegum kringumstæðum. Auglýsingar þar sem afleiðingar áfengis eru sýndar hafa aldrei verið birtar og verða það væntanlega aldrei – minnkar sölu. Hinir ýmsu íþrótta-  og menningarviðburðir eru oft styrktir af áfengisiðnaðinum. Með tiltölulegum litlum kostnaði þá hefur áfengisiðnaðurinn hreiðrað um sig á samskiptasíðum svo sem Facebook og Twitter. Á þeim vettvangi hefur og á  áfengisiðnaðurinn greiða leið að ungu fólki. En talið er að ungt fólk eyði mun meiri tíma á netinu en t.d. í sjónvarpsáhorf. Þetta veit áfengisiðnaðurinn og má segja með þessu að þeir séu svo sannarlega með á nótunum.

 

Sjá nánar: http://www.aer.eu/fileadmin/user_upload/MainIssues/Health/2010/Alcohol_Factsheets/Factsheet_13_-_Alcohol_Marketing_and_Youth.pdf

Varanlegur hlekkur á þessa grein: https://www.foreldrasamtok.is/afengisauglysingar-born-og-ungmenni-stadreyndir/