Previous Next

„Erlend“ netsala áfengis hérlendis setur hraðamet í út og innflutningi, flytja vöruna á tæplega 9.000 kílómetra hraða!

Láttu aðra vita

Myndin hér að neðan sýnir í verki ferli á pöntun á norðlenskum bjór í gegnum „erlenda“ netsölu. Og ef þetta væri svona, þá er „erlenda“ netsölu fyrirtækið X óþarfa milliliður. Lang einfaldasta leiðin í þessum kaupum hefði auk þess verið verið að fara bara beint í næstu verslun ÁTVR og kaupa norðlenska ölið þar. Svo ekki sé talað um öll kolefnissporin sem þess út/innflutningur kostar.

Í nýlegum Hæstaréttardómi í Svíþjóð kemur fram að erlend netsala áfengi feli í sér eftirfarandi þætti:

  • Áfengið sé selt af erlendu félagi til sænskra neytenda.
  • Áfengið sé selt af lager sem sé staðsettur erlendis.
  • Áfengið sé flutt inn til Svíþjóðar af óháðum flutningsaðila.
  • Erlenda félagið, seljandi áfengisins, sé starfandi félag erlendis þar sem það er með starfsfólk og greiddi skatta.
  • Erlenda  félagið sé ekki með starfsemi í Svíþjóð.
  • Erlenda félagið stundi ekki beina sölustarfsemi í Svíþjóð.

Netverslanir hér á landi sem selja áfengi á íslenskum markaði selja vörur beint af eigin lager/sölustað. Áfengi sem þegar hefur verið flutt til landsins og tollafgreitt.  Slík sala er smásala hér á landi. Sama á við um innlenda framleiðslu sem er pöntuð er af framleiðanda í nafni viðkomandi netsölu, flutt á lager/sölustað og seld í nafni viðkomandi netsala sem “erlend” netsala.

Varanlegur hlekkur á þessa grein: https://www.foreldrasamtok.is/erlend-netsala-afengis-herlendis-setur-hradamet-i-ut-og-innflutningi-flytja-voruna-a-taeplega-9-000-kilometra-hrada/

Lýðheilsa og áfengi

Láttu aðra vita

Hátt í hundrað þátttakendur, einstaklingar, fulltrúar stofanna og sérfræðingar, sátu þann 13 febrúar málþing undir heitinu Lýðheilsa og áfengi-hver vilja kúvenda stefnunni og bjóða hættunni heim? sem haldið var  í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins við Suðurgötu. Að málþinginu stóðu samtökin FRÆ – Fræðsla og forvarnir ásamt  Foreldrasamtökum gegn áfengisauglýsingum, IOGT á Íslandi og SAFF- Samstarfi félagasamtaka í forvörnum. Málþingsstjóri var Siv Friðleifsdóttir fyrrverandi alþingismaður og ráðherra. – Upptöku af ráðstefnunni má nálgast með því ýta á myndina hér að neðan .

Varanlegur hlekkur á þessa grein: https://www.foreldrasamtok.is/lydheilsa-og-afengi-2/

Netsala er eins og hver önnur smásala

Láttu aðra vita

https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/tiufrettir/30763/aga0p9/lydheilsa-og-afengi

Netsala áfengis er bara hefðbundin smásala áfengis og er kol ólögleg – Frávísun máls, byggt á áliti eins héraðsdómara, á þeim forsendum að ÁTVR sé ekki aðili máls er ekki viðurkenning á að netsala sé lögleg. Frávísunin tók ekkert á efnisatriði málsins – Fjármálráðherra, æðsta yfirvald ÁTVR; brást ókvæða við þegar að málinu var áfrýjað til Landsréttar og það mál því miður, illu heilli, dregið til baka?

Allt tal sérhagsmunaaðila um lögmæti byggir því ekki á neinu nema eigin óskhyggju þeirra, sem í einhverjum tilfellum er á opinberum vettvangi meðhöndlað eins og um heilagan sannleik sé að ræða, því fer víðsfjarri að svo sé.

Varanlegur hlekkur á þessa grein: https://www.foreldrasamtok.is/netsala-er-eins-og-hver-onnur-smasala/

Lýðheilsa og áfengi

Láttu aðra vita

Varanlegur hlekkur á þessa grein: https://www.foreldrasamtok.is/lydheilsa-og-afengi/

Kærir sig

Láttu aðra vita

https://www.visir.is/g/20242510601d/kaerir-sjalfan-sig-til-logreglu

Varanlegur hlekkur á þessa grein: https://www.foreldrasamtok.is/kaerir-sig/

Ef þingflokksformaðurinn tæki niður frjálshyggjugleraugun

Láttu aðra vita

https://www.visir.is/g/20232481831d/ef-thingflokksformadurinn-taeki-nidur-frjalshyggjugleraugun

Varanlegur hlekkur á þessa grein: https://www.foreldrasamtok.is/ef-thingflokksformadurinn-taeki-nidur-frjalshyggjugleraugun/

Load more