Previous Next

Góður fundur með félags- og vinnumálaráðherra

Láttu aðra vita

Forvarnarsamtök afhenda félags- og vinnumarkaðsráðherra áskorun þann 29. apríl 2024. Frá vinstri: Árni Guðmundsson, Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum, Björn Sævar Einarsson, IOGT, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, Árni Einarsson, Fræðsla og forvarnir-félag áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra og Aðalsteinn Gunnarsson, IOGT.

Breiðfylking forvarnarsamtaka átti fínan fund með félags- og vinnumarkaðsráðherra þann 29. apríl 2024. Erindið var að ræða félagslegar afleiðingar þess ef netsala áfengis, eins og hún er stunduð á Íslandi, verður látin viðgangast. Samtökin láta sig lýðheilsu og félagslega velferð varða. Þau tala fyrir því að velferð fólks gangi framar ólöglegri markaðsvæddri netsölu áfengis. Um þessar mundir ræða samtökin við forystumenn í stjórnmálum um hvernig tryggja megi að landslögum sé fylgt, ólögleg netsala áfengis stöðvuð og lýðheilsa varin eins og lög gera ráð fyrir.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra, tók vel á móti samtökunum. Rætt var um lýðheilsu þjóðarinnar, félagslega velferð og þýðingu hennar í því velsældarhagkerfi sem stefnt er að. Rætt var um hlutverk ÁTVR en hún hefur einkarétt samkvæmt lögum á smásölu og afhendingu áfengis sem byggist á bættri lýðheilsu og samfélagslegri ábyrgð. Sýn ráðherra og forvarnarsamtakanna fór saman í öllum atriðum.

Fundað með fleiri í forystu stjórnmálaflokka á næstunni

Á næstunni munu samtökin hitta fleiri ráðherra og forystufólk í stjórnmálaflokkum til að fara yfir málin. Nú þegar er búið að funda með dómsmálaráðherra. Í lok fundar afhentu samtökin ráðherra gögn. Einnig var afhent áskorun til alþingismanna frá 13. febrúar 2024 um að standa vörð um lýðheilsu og einkaleyfi ÁTVR til smásölu áfengis.

Gögn afhent ráðherra:

Varanlegur hlekkur á þessa grein: https://www.foreldrasamtok.is/godur-fundur-med-felags-og-vinnumalaradherra/

Ævintýraleg atlaga

Láttu aðra vita

Guðmundur Birkir Þorkelsson skrifar athyglisverða grein á Vísi um forvarnarmál – sjá hér:

https://www.visir.is/g/20242562179d

Varanlegur hlekkur á þessa grein: https://www.foreldrasamtok.is/aevintyraleg-atlaga/

Athafnaleysi og ráðherraábyrgð

Láttu aðra vita

Dómsmálaráðherra gefur boltann á fjármálaráðherra
Dómsmálaráðherra gefur boltann á fjármála- og efnahagsráðherra í nýju svari til forvarnarsamtaka
við fyrirspurn þeirra. Forvarnarsamtök sendu samhljóma fyrirspurnir á dómsmálaráðherra og
fjármála- og efnahagsráðherra þann 27. mars 2024 um athafnaleysi ráðherra og ráðherraábyrgð
vegna ólöglegrar netsölu áfengis. Í svari dómsmálaráðherra segir „Vegna þeirrar netsölu sem vísað er
til í erindinu hefur áfengis- og tóbaksverslun ríkisins höfðað dómsmál á hendur tveimur fyrirtækjum.
Málunum var vísað frá héraðsdómi og hefur hvorki ÁTVR né fjármálaráðherra hafst frekar að, eftir
því sem næst verður komið.“


Beðið svara við fyrirspurn um athafnaleysi og ráðherraábyrgð
Forvarnarsamtök hafa komið því á framfæri um skeið að hið ólöglega ástand hefur varað í nokkur ár.
Samkvæmt lögum hefur ÁTVR einkarétt á sölu og afhendingu áfengis í smásölu á Íslandi. Nokkrir
netsalar selja og afhenda áfengi til neytenda hérlendis á innan við 30 mínútum eftir að pantað er.
Áfengið er selt af lager sem er hér innanlands. Þannig er komið á markaðsdrifnu ástandi í sölu áfengis
á Íslandi þvert á gildandi lög. Netsalarnir hafa ekki leyfi sýslumanns til þessarar sölu eins og lög, sem
falla undir dómsmálaráðherra, gera ráð fyrir. ÁTVR kærði hina ólöglegu netsölu í júní 2020 til
lögreglu. Lögreglan hefur ekki afgreitt kæruna þrátt fyrir að hafa haft málið á borðinu í tæp 4 ár.
Dómsmálaráðherra er sama um þetta ástand og heldur á lofti að stefnt sé að lagabreytingum til að
heimila hina ólöglegu sölu. Ekki er samstaða um slíkar breytingar á stjórnmálavettvangi og því orð
dómsmálaráðherra, um að yfirvofandi sé heimild til smásölu áfengis á netinu, innantóm. Við þessari
stöðu þarfa að bregðast. Sem stendur hefur forvarnarsamtökunum ekki borist svar frá fjármála- og
efnahagsráðherra við fyrirspurn um athafnaleysi og ráðherraábyrgð.

Varanlegur hlekkur á þessa grein: https://www.foreldrasamtok.is/athafnaleysi-og-radaherraabyrgd/

RÚV “allra” landsmanna

Láttu aðra vita

Varanlegur hlekkur á þessa grein: https://www.foreldrasamtok.is/ruv-allra-landsmanna/

Er ekki löngu komin tími til að taka á þessari ömurlegu vitleysu?

Láttu aðra vita

Mjög mikil fjöldi ungmenna á aldrinum 13- 16 ára sækir félagsmiðstöðvar – Þar fer fram mikið og gott starf. Ungmennin finna sér alls konar verkefni við hæfi eða kíkja bara til að hitta önnur ungmenni í öruggu og uppbyggilegu umhverfi. Sjálfsefling og virkni eru leiðarstef í allri starfseminni. Þátttaka í starfinu er þroskandi og reynslan sem þar fæst gott veganesti (menntun) inn í fullorðinsárin.

Flestar félagmiðstöðvar eru virkar á samfélagsmiðlum. Þar eru unglingarnir en þar eru því miður stundum „aðrir“. Unglingar fá engan frið fyrir áfengisbransanum eins og þetta skjáskot sýnir. Á meðan ekkert er gert í ólöglegum áfengisauglýsingum, ólöglegri áfengissölu og „markaðsátaki“ eins hér má sjá, þá er staðan einfaldlega sú að með algeru fálæti yfirvalda er í raun búið að gefa „skotveiðileyfi“ á æsku landsins.

Er ekki löngu komin tími til að taka á þessari ömurlegu vitleysu?

Varanlegur hlekkur á þessa grein: https://www.foreldrasamtok.is/er-ekki-longu-komin-timi-til-ad-taka-a-thessari-omurlegu-vitleysu/

Ráðherrar hafa athafnaskyldu

Láttu aðra vita

Forvarnarsamtök senda ráðherrum bréf

Reykjavík, 27. mars 2024.


Erindi til dómsmálaráðherra um athafnaskyldu ráðherra.


Erindi þetta er sent til að leita skriflegra svara við því af hverju ráðherra hefur ekki brugðist við þeirri
ólöglegu netsölu áfengis sem fram hefur farið í landinu um langt skeið. Sú netsala sendir áfengi heim
til einstakra neytenda á innan við 30 mínútum úr vöruhúsi sem er innanlands og er því smásala í
samkeppni við ÁTVR og á skjön við lög á málefnasviði ráðherra. Netsalar þessir hafa ekki leyfi til
smásölu áfengis. Neytendur geta einnig sótt vöruna beint í vöruhúsið og fengið hana afhenta þar, en
slíkt er einnig á skjön við lög á málefnasviði ráðherra. Langt skeið hefur liðið án viðbragða ráðherra
við þessari ólöglegu framkvæmd.

Samkvæmt lögum um Stjórnarráð Íslands nr. 115/2011 bera ráðherrar ábyrgð á málefnasviðum
sínum. Ráðherrar bera athafnaskyldu gagnvart því að farið sé að lögum á málefnasviðum sem undir
þá heyra. Þeim ber með öðrum orðum lagaleg skylda til viðbragða ef lögum er ekki framfylgt.
Málið er mikilvægt fyrir hagsmuni alls almennings að okkar mati. Við bendum því einnig á lög um
ráðherraábyrgð nr. 4/1963. Þar segir að krefja megi ráðherra ábyrgðar fyrir sérhver störf eða
vanrækt starfa, er hann hafi orðið sekur um, ef málið er svo vaxið, að hann hafi annaðhvort af
ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi farið í bága við stjórnarskrá lýðveldisins eða önnur landslög.
Nánari upplýsingar um mál þetta eru hér.


Sem fyrr segir er óskað skriflegra skýringa á athafnaleysi ráðherra á málefnasviði sínu.
Með fyrir fram þökkum,

Árni Einarsson, framkvæmdastjóri Fræðslu og forvarna-félags áhugafólks um forvarnir og
heilsueflingu, Árni Guðmundsson, formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum, Aðalsteinn
Gunnarsson framkvæmdastjóri IOGT og Hildur Helga Gísladóttir, fulltrúi SAFF-Samstarfs
félagasamtaka í forvörnum.
                                                                                    
Sambærilegt erindi var sent fjármála- og efnahagsráðherra.

Varanlegur hlekkur á þessa grein: https://www.foreldrasamtok.is/radherrar-hafa-athafnaskyldu/

Load more