Markaðsmanni ofbýður – sjónvarpsþátturinn Alkemistinn

Láttu aðra vita

Sjónvarpsþátturinn Alkemistinn á sjónvarpsstöðinni INN fjallaði um áfengisauglýsingar um daginn – umfjöllun og efnistök voru með þeim hætti að mörgum reyndum markaðsmanninum ofbauð málflutningurinn. Foreldrasamtökum gegn áfengisauglýsingum  barst afrit að af pósti sem reyndur markaðsmaður sendi   umsjónarmanni þáttarins.

“Sæll Viðar, vona að það sé í lagi að ég sendi þér línu varðandi þáttinn um áfengisauglýsingar og bann við þeim í Alkemistanum.

Svo því sé haldið til haga þá hef ég í 20 ár stjórnað markaðsmálum á Íslandi fyrir vörumerki eins og Nike og Spalding sem og gleraugnadeildir Calvin Klein, Fendi, Michael Kors o.fl.

Ég tel þetta upp því ég ég tel mig markaðsþenkjandi og það kom oft upp í þessum þætti setningin ?…eins og allt markaðsþenkjandi fólk veit…?

Mér finnst ávallt skrítið þegar fólk heldur því fram að auglýsingar séu neysluhamlandi. Það gengur gegn öllum lögmálum markaðsfræðinnar a.m.k. þeirrar sem ég hef lært í námi og starfi.

Í þessum þætti kvartaði viðmælandi yfir því að nú skekktist samkeppnisstaðan af því að innlendir aðilar mættu ekki auglýsa en fór svo í næsta orði að segja frá því hvernig auglýsingar hafa hamlandi áhrif á neyslu.

Er þá ekki bara hið besta mál að auglýsa ekki og leyfa þá erlendu aðilunum, sem greinilega hafa ekki kynnt sér þessa visku í þaula, að grafa sér sína eigin gröf?

Könnunin sem vísað er í sýnir að sögn að þar sem áfengisauglýsingar séu bannaðar sé neyslan meiri og/eða aukist en sé minni og/eða minnki þar sem leyft er að auglýsa.

Að fullyrða að þetta sýni svart á hvítu að auglýsingar minnki neyslu er alveg ótrúleg einföldun.

Það er svo ótalmargt annað sem getur haft áhrif eftir afmörkuðum svæðum, t.d. þjóðfélagsástand almennt verra á þeim stað sem auglýsingar eru bannaðar, lífsgæði þar minni, meira þunglyndi; fólk sækir auðvitað í áfengi af óteljandi mismunandi ástæðum.

Svo eru tengslin á milli minni eyðslu í auglýsingar og meiri neyslu: það er einnig ótrúlega mikil einföldun að setja þarna samasemmerki; á sama hátt getur kreppuástand gert það að verkum að fyrirtæki hafi minni peninga til að auglýsa en þessi sama kreppa gert það að verkum að fólk sæki meira í áfengi (og aðra vímugjafa hugsanlega).

Eins og ?allt markaðsþenkjandi fólk veit? eru auglýsingar gerðar til þess að auka neyslu og skapa ímynd sem selur.

Þessi bransi, eins og allur annar bransi, vinnur og hefur unnið að því öllum árum að gera það kúl að drekka, t.d. einn kaldan með grillinu, með fótboltaleiknum o.s.frv.

Ef þessi stóri sannleikur er hins vegar að koma fram að áfengisauglýsingar minnki neyslu þá hljóta allir markaðsþenkjandi mennirnir hjá stóru fyrirtækjunum úti að klossbremsa allar auglýsingar hið snarasta ekki satt?

Með bestu kveðju,

Björn Leifur Þórisson. “

Varanlegur hlekkur á þessa grein: https://www.foreldrasamtok.is/markadsmanni-ofbydur-sjonvarpsthatturinn-alkemistinn/

4 comments

Skip to comment form

    • Olafur on 24/06/2011 at 09:53

    Í meðfylgjandi svari frá Viðari talar hann um vandaðar akademískar rannsóknir – og aðila sem ekki hafa kynnt sér maĺið. Ég er einn af þeim sem ekki hafa kynnt mér málið en þó með akademískan bakgrunn. Ég vildi gjarnan að Viðar myndi vísa mér á þessar rannsóknir sem hann talar um.

    Quote frá Viðari:
    … Víða í hinum vestræna heimi hafa verið gerðar akademískar vandaðar rannsóknir á því hvort að tengsl séu á milli auglýsinga annarsvegar og aukningar á neyslu áfengis hinsvegar. Niðurstöður þeirra eru samhljóma að þarna séu engin tengsl. Þetta er staðreynd. Samt er ótrúlega algengt að hér trommi upp fólk, jafnvel virtir stjórnmálamenn sem halda öðru fram bara af því að þeir hafa heyrt þessa umræðu einhversstaðar, en ekki haft fyrir því að kynna sér málið.

  1. Áfengisauglýsingar virka ekki, segja framleiðendur og heildsalar, en hafa þá einstöku sérstöðu, að hafa aðeins þau áhrif, að þeir sem þegar eru neytendur skipti um tegund? Viðkomandi auglýsa síðan hvað af tekur í miðlum sem höfða sérstaklega til barna og ungmenna?

    Samkvæmt þessu þá eru það yfirlýst markmið framleiðenda og innflytjenda að fá börn og ungmenni til að skipta um áfengistegund ? Áfengisauglýsingar hafa enga sérstöðu og eins og aðrar auglýsingar þá virka þær vel. Annars væru viðkomandi ekki að auglýsa dag út og dag inn.

    Hagsmunaaðilar hafa haldið því fram að ekkert orsakasamhengi sé milli auglýsinga og aukinnar neyslu í samfélaginu, vitandi það að það er ekki hægt að meta áhrif auglýsinganna með slíkum aðferðum, eins og samfélagið sé lokuð,einangruð og dauðhreinsuð rannsóknarstofa sem byggir á klassískum rannsóknum um virkni lyfja versus lyfleysu. Slíkar aðferðir er ekki nýtilegar í þessum tilgangi.

    Hins vegar eru til rannsóknir þar sem kannað hefur verið hvaða þættir hafa áhrif á neyslu barna og ungmenna sem hafa lent illa í áfengisneyslu. Einn af þeim þáttum, sem þar hafa veruleg áhrif, eru áhrif áfengisauglýsinga, bæði hvað varðar aldur er neysla hefst, tegundir, magn og tíðni neyslu.

    • Björn L. Þórisson on 25/06/2011 at 00:19

    Mjög góðir punktar hjá þér Árni. Ég vildi að ég hefði séð þá áður en ég vissi seint í dag að ég átti að fara í viðtal á Bylgjunni. Ég var á ferðinni frá Akureyri til Víkur og var þess vegna ekki nálægt tölvu. Ef svo hefði verið þá hefði ég einnig séð og munað eftir að fyrirsögnin hjá Alkemistanum varðandi viðtalið um rannsóknina var beinlínis: “áfengisauglýsingar draga úr neyslu” ! og svo í texta og í viðtalinu sjálfu:
    “Þvert á móti sýna þessar rannsóknir að áfengisauglýsingar hafa hamlandi áhrif á neyslu og misnotkun.”

    Aftur og aftur hélt Viðar því hins vegar fram í viðtalinu á Bylgjunni að því hefði alls ekki verið haldið fram.

    Mér finnst þetta sýna talsvert að Viðar er a.m.k. ekki að halda sig við staðreyndir.
    Einnig kom ég því ekki að, að ég bað Viðar í tölvupósti um að senda mér hver hefði kostað þessa rannsókn og einnig einfaldlega að sjá rannsóknina.
    Ekki hefur hann enn gert það en ég fann á netinu vitnað í hana af hagsmunaaðilum.

    Einnig fann ég afar athyglisverða gagnrýni á þær aðferðir sem virðast notaðar við þessar rannsóknir.
    National Bureau of Economic Research: Vitnað er í Henry Saffer; Research Associate in the NBER’s Program on Health Economics and a Professor of economics at Kean University.

    “I also have published two studies on alcohol advertising bans. The first uses a pooled time series from 17 countries for the period 1970 to 1983.(5) The empirical measures of alcohol abuse are alcohol consumption, liver cirrhosis mortality rates, and highway fatality rates. The results show that countries with bans on alcohol advertising generally have lower levels of alcohol abuse. In particular, the results indicate that countries with bans on spirits advertising have about 16 percent lower alcohol consumption than countries with no bans and that countries with bans on beer and wine advertising as well have about 11 percent lower alcohol consumption than countries with bans on spirits advertising only. A second study of alcohol advertising bans, with Dhaval Dave, followed up on the first by using a simultaneous equations system that treats both alcohol consumption and alcohol advertising bans as endogenous.(6) This study also updated the dataset with data from 20 countries over 26 years. The primary conclusions of this study are that alcohol advertising bans decrease alcohol consumption and that alcohol consumption has a positive effect on the legislation of advertising bans. The results indicate that an increase of one ban could reduce alcohol consumption by 5 to 8 percent. Furthermore, recent exogenous decreases in alcohol consumption will decrease the probability of enactment of new bans and undermine the continuance of existing bans. Canada, Denmark, New Zealand, and Finland recently have rescinded alcohol advertising bans. Alcohol consumption in these countries may increase, or decrease at a slower rate, than would have occurred had advertising bans remained in place.”

    Þá er spurningin, hvort er líklegra að sé rétt, rannsókn hagsmunaðila eða óháðrar stofnunar með virta vísindamenn innanborðs?

    Með bestu kveðju,

    Björn.

  2. Heill of sæll Björn
    Þú stóðst þig vel í þessum umræðum, varst málefnalegur og skýr sem ekki var hægt að segja um Viðar Alkemista sem dregur fram á sviðið Friðrik Eysteinsson sem er fyrrum markaðstjóri Vífilfells og sem slíkur fullkomlega háður aðili enda er málflutningurinn með eindæmum ef marka má tilvitnanir Viðars í FE. t.d. að halda fram í einhverri alvöru að auglýsingar færi fyrst og fremst neytendur milli tegunda sbr þingkosningar og kjörfylgi milli flokka en um sama fjölda þingmanna! – Þessi rök eru engum manni bjóðandi – Framleiðsla áfengis er ekki tiltekin stærð, hún er breytileg og lýtur framboði og eftirspurn ( sem menn reyna að hafa áhrif á með auglýsingum). Sorglegt að Viðar telji að hann hafi háskólasamfélagið að baki slíkri vitleysu. Sem ég reyndar get fullyrt að er ekki.

Athugasemdir hafa verið gerðar óvirkar