Sniðgöngum

Láttu aðra vita

Velferðarsjónarmið og vernd barna og unglinga eru lykilatriði hvað varðar bann við áfengisauglýsingum.  Þrátt fyrir þessa augljósu staðreynd þá virða áfengisframleiðendur og salar lögin að vettugi.  Nú hefur færst í vöxt að auglýstar séu augljósar eftirlíkingar af áfengi og gjarnan án nokkurs samhengis er  orðinu „léttöl“  skeytt við  þó svo að viðkomandi fyrirtæki leggi ekki nokkra áherslu á slíka framleiðslu ef hún er þá yfir höfuð framleidd eða fáanleg.

Sem fyrr er markhópur auglýsenda  börn og unglingar.  Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum  velta fyrir sér hvort fólki þyki við hæfi að eiga viðskipti við fyrirtæki sem virða ekki  sjálfsögð og lögvarin réttindi barna og ungmenna til að vera laus við áfengisáróður,  fyrirtæki sem hvorki virða siðferðileg eða lagaleg mörk.  Slíkt er auðvitað ekki til hæfi og skora Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum  á alla þá sem bera velferð æskunnar fyrir brjósti að sniðganga viðskipti við slík fyrirtæki.

Varanlegur hlekkur á þessa grein: https://www.foreldrasamtok.is/snidgongum/