RÚV sektað vegna áfengisauglýsinga

Láttu aðra vita

Fjölmiðlanefnd hefur lagt stjórnvaldsekt á RÚV vegna birtinga á áfengisauglýsingum. Hér að neðan er tilvísun í ákvörðun Fjölmiðlanefndar í heild. Greinargerðin er vönduð, ígrunduð og vel rökstudd. “Málsvörn” RÚV og Ölgerðarinnar segir allt sem segja þarf og ekki laust við að það hvarfli að Foreldrasamtökum gegn áfengisauglýsingum að RÚV, öflugast menningarstofnun landsins, geri sér í engu grein fyrir ábyrgð sinni sem slík og ekki síst gagnvart augljósum og lögvörðum  réttindum barna og ungmenna til þess að vera laus við áfengisáróður eins og áfengisauglýsingar eru. Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum hvetja landsmenn til þess að kynna sér ákvörðun Fjölmiðlanefndar en  lokaorð ákvörðunarinnar eru þessi:

IV. Ákvörðunarorð
Ríkisútvarpið braut gegn 4. mgr. 37. gr. laga um fjölmiðla nr. 38/2011 með birtingu auglýsingar
fyrir Egils Gull í Ríkissjónvarpinu þann 14. október 2015. Ríkisútvarpið greiði 250.000 kr. í stjórnvaldssekt.

Ákvörðun-2_2016

Varanlegur hlekkur á þessa grein: https://www.foreldrasamtok.is/ruv-sektad-vegna-birtingu-afengisauglysinga/

2 comments

    • Þorgeir on 24/03/2016 at 16:12

    Góð frétt, en tengillinn virkar ekki.
    Hér er bein vísun: http://fjolmidlanefnd.is/wp-content/uploads/2016/03/%C3%81kv%C3%B6r%C3%B0un-2_2016.pdf

    • Rúnar on 16/01/2017 at 07:12

    var að sjá þessa síðu fyrst í gær.
    sendi fjölmiðlanefnd kvörtun um daginn varðandi ölgerðina og frettatimann.is
    ölgerðin er farin að koma með kostaða linka á facebook sem auglýsa jólabrennivín. kom 2var hjá mér ,er með allrahanda auglýsingablokk í vafranum sé yfirleitt ekki auglysingar yfir höfuð. ef ýtt er á þá fer maður á facebook síðu ölgerðarinnar eða á “umfjöllunarsíðu” fréttatímans. þar kemur fram að þetta sé auglýsing líka.
    sendi þetta líka á lögregluna en þeir vildu lítið með málið hafa. bentu á fjölmiðlanefnd.
    er tilbúinn að leggja fram kæru sé þess óskað.
    einnig búinn að hafa samband við samtök auglýsenda á EES og kæra ólöglega auglýsingu.
    einnig búinn að tala við facebook support og kontakta þar og kvarta yfir að þeir taki við ólöglegri auglýsingu.

Athugasemdir hafa verið gerðar óvirkar