Rætt um áfengisauglýsingabann á Alþingi -afdráttalaus dómur

Láttu aðra vita

Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, telur óþarft að herða reglur um bann við áfengisauglýsingum eftir nýlegan dóm Hæstaréttar sem hann segir marka þáttaskil í meðferð þessara mála. Hann væri bæði skýr og afdráttarlaus og niðurstaða Hæstaréttar um túlkun laganna því skýr. Þingmenn vilja að lögunum verði fylgt betur eftir.
Hæstiréttur sakfelldi fyrrverandi ritstjóra Blaðsins í síðustu viku fyrir að hafa birt fjórar áfengisauglýsingar í blaðinu og þannig brotið gegn ákvæðum laga um bann við áfengisauglýsingum. Ekki var fallist á það fyrir Hæstarétti að auglýsingabann bryti í bága við ákvæði stjórnarskrárinnar

Varanlegur hlekkur á þessa grein: https://www.foreldrasamtok.is/r%c3%a6tt-um-afengisauglysingabann-a-al%c3%beingi-afdrattalaus-domur/