Nýr vefur

Láttu aðra vita

Eins og kunnugt er þá  varð gamli vefurinn okkar fyrir árás með þeim afleiðingum að við þurftum að vinna upp nýja síðu frá grunni. Greinilegt var að árásarmanni/mönnum var ákaflega illa við “ákæruformið” á síðunni og eyddu nokkrum klukkustundum í það að reyna eyðileggja það, sem tókst að mestum hluta sem og að eyða dómasafni og örðu gagnlegu efni á vef okkar.

Það hefur tekið töluverðan tíma að koma málum í samt horf.  Samtökin byggja algerlega á sjálfboðastarfi og hafa afar takmarkað fé en góðan málstað. Heiðurinn af þessum vefnaði á varaformaður samtakanna  Baldur Þór Sveinsson.

Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum hvetur almenning til þess að tilkynna í gegnum vef samtakanna öll brot gegn banni á áfengisauglýsingum. Ábendingar í gegnum vefinn okkar skipta hundruðum og ljóst að hver ábending skiptir máli. Allt hefur þetta áhrif og ekki síst hjá almenning sem veltir fyrir sér hve siðleysi ýmissa fyrirtæka er algert sem og  vanvirðing þeirra gagnvart réttindum barna og unglinga.

Varanlegur hlekkur á þessa grein: https://www.foreldrasamtok.is/nyr-vefur/