Augljós réttindi barna og ungmenna

Láttu aðra vita

Ágæti viðtakandi

Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum fagna sérstaklega fram komu frumvarpi  innanríkisráðherra og ríkistjórnar Íslands þar sem tekið er á augljósum  útúrsnúningum áfengisframleiðenda á 20 gr. áfengislaga um bann við áfengisauglýsingum. Lögin  snúast um sjálfsögð réttindi barna og ungmenna til þess að vera laus við þann einhliða áróður sem áfengisauglýsingar eru.  Núverandi lög eru siðferðilega skýr, en af einhverjum ástæðum hefur dómskerfið ekki treyst sér til þess að taka með afgerandi hætti  á þeim augljósu lögbrotum og útútsnúningum sem framleiðendur hafa beitt?

Markhópur  áfengisframleiðenda eru börn og ungmenni  eins og dæmin sanna og af þeim sökum er umræða í Evrópu og víðar um auknar takmarkannir og auglýsingabönn.  Hagsmunir framleiðanda fara illa saman við velferðasjónarmið sem og það sjálfssagða  markmið foreldasamfélagsins að halda áfengi frá börnum og ungmennum.  Allur málflutningur sem miðar við lönd hinna lægst gilda og viðmiða í þessum efnum er fyrst og fremst málflutningur hinna ýtrustu hagsmuna- viðskiptasjónarmiða.  Velferðarsjónarmið , vernd barna og unglinga og ekki síst uppeldismarkmið foreldrasamfélagsins vegur mun þyngra, er mun mikilvægara.

Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum fagna þessu frumvarpi og hvetja Alþingi  til þess að samþykkja það með afgerandi hætti og sýni þar með hug sinn í verki  gagnvart sjálfsögðum réttindum barna og unglinga til þess að vera laus við  gengdarlausan áfengisáróður.

Virðingarfyllst,

Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum

www.foreldrasamtok.is

Varanlegur hlekkur á þessa grein: https://www.foreldrasamtok.is/augljos-rettindi-barna-og-ungmenna/