Það er engin lagaleg óvissa

Láttu aðra vita

Það er leitt að sjá ýmsa fjölmiðla byggja umfjöllun um ólöglega sölu áfengis á þeirri skoðun og óskhyggju áfengissala að það sé „lagaleg óvissa“ sem geri söluna löglega? Slíku er ekki fyrir að fara, þvert á móti. Rannsóknarsetur verslunarinnar segir einfaldlega að vefsala sé eitt form smásölu og hver er þá lagalegi vafinn annar en sá að slá ryki augu fólks? Það eru í gildi áfengislög sem eru skýr.

Máli ÁTVR gegn tilteknum fyrirtækjum var vísað frá Héraðsdómi af tæknilegum ástæðum. Byggt á áliti eins dómara sem taldi ÁTVR ekki vera aðila máls. Í frávísunni er ekkert tekið á efnisatriðum málsins, hinni ólöglegu sölu. ÁTVR áfrýjaði að sjálfsögðu.

Æðsti yfirmaður ÁTVR fjármálaráðherra (sem og dómsmálaráðherra) brást ókvæða við og taldi enga þörf á áfrýjun sem er ástæða þess að ÁTVR dró áfrýjun til baka. Þetta er merkilegt en með þessu var algerlega ljóst að fjármálaráðherra vill ekki efnislegan dóm í málinu enda veit hann lögfræðingurinn hver niðurstaðan yrði.

Að telja kolólöglega smásölu áfengis löglega byggða á frávísun eins héraðsdómara er einfaldlega óboðlegt Stóra fréttinn í þessu máli er því sú hvers vegna yfirvöld í láti þessi lögbrot viðgangast? Er Costco og fleiri fyrirtæki hafin yfir íslensk lög?

Það hefur engin beðið um áfengisstefnu eða samþykkt áfengispólitík sem byggir á ítrustu sérhagsmunum áfengissala. Málefnið er einfaldlega miklu stærra og varðar fleiri og mun ríkari almanna hagsmuni en það.

Varanlegur hlekkur á þessa grein: https://www.foreldrasamtok.is/thad-er-engin-lagaleg-ovissa/