Heimasíðan okkar!

Láttu aðra vita

Því miður hefur heimasíðan okkar Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum verið í lamasessi undanfarið.  Ástæðan er að síðan varð fyrir árás. Foreldrasamtökin gegn áfengisauglýsingum munu að sjálfsögðu óska eftir að Lögreglan rannsaki málið. Við fengum tilkynningu frá vistunaraðila síðunnar  um grunnsamlega umferð og tilraunir til að skrá sig inn á vefkerfið. Því miður tókst það og það sem verra var að töluvert af gögnum voru eyðilögð varanlega og það mun taka töluverðan tíma að koma heimasíðunni  í samt horf aftur m.a. dómasafninu.

Fjöldi fólks hefur notfært sér kæruform heimasíðunnar og hafa yfirvöldum borist fjölmargar ábendingar um brot á banni við áfengisauglýsingum. Margar af þessum ábendingum hafa örugglega leitt til frekari athugana, kæru og dóma.

Þó svo að barátta okkar foreldra, fyrir þeim sjálfsagða og lögvarða rétti barna og ungmenna til að vera laus við áfengisauglýsingar, njóti nær undantekningarlaust velvilja þá er ljóst að einhverjum líkar þetta framtak foreldrasamfélagsins afar illa. Svo illa að viðkomandi er reiðubúin að leggja verulega mikið á sig til þess að eyðileggja heimasíðuna. Þetta er í raun staðfesting á mikilvægi okkar starfsemi og því hvetjum við foreldra og forráðamenn barna og unglinga til þess að standa vörð um réttindi æskunnar, láta ekki deigan síga og notfæra sér kæruformið sem aldrei fyrr – Það er eina raunhæfa svar okkar við skemmdarverkum af þessu toga.

Varanlegur hlekkur á þessa grein: https://www.foreldrasamtok.is/heimasi%c3%b0an-okkar/