Rannsóknir

Láttu aðra vita

Í rannsókn þeirra Eleanor Winpenny, Sunil Patil, Marc Elliott, Lidia Villalba van Dijk, Saba Hinrichs, Theresa Marteau og Ellen Nolte kemur fram að börn og ungmenni í Bretlandi og Hollandi verða fyrir töluverðu áreiti frá áfengisiðnaðaninum í sjónvarpi, mun meir en fullorðið fólk.

Þess ber að geta að notkun áfengis meðal ungs fólks er vaxandi áhyggjuefni í Evrópu. Í rannsókn frá árinu 2011 leiddi í ljós að minnsta kosti tveir þriðju á aldrinum 15-16 ára höfðu neytt áfengis að minnsta kosti einu sinni á ævi sinni og um helmingur greindu frá því að hafa verið drukknir á lífsleið sinni. Þátttökulönd voru 35 lönd í Evrópu.

Langtímarannsóknir sýna, svo ekki verður um villst, að markaðssetning áfengisiðnaðarins eykur líkur á að ungmenni hefur áfengisdrykkju einnig eru töluverðar líkur á að áfengi sé neytt í meira mæli þeirra sem eru byrjaðar að drekka þrátt fyrir ungan aldur(Anderson P, de Bruijn A, Angus K, Gordon R, Hastings G. Impact of Alcohol Advertising and Media Exposure on Adolescent Alcohol Use: A Systematic Review of Longitudinal Studies. Alcohol and Alcoholism 2009).

http://www.eurocare.org/assessment_of_young_people_s_exposure_to_alcohol_marketing_in_audiovisual_and_online_media

Aðrar áhugaverðar rannsóknir:

Varanlegur hlekkur á þessa grein: https://www.foreldrasamtok.is/rannsoknir/