Previous Next

Mesta afturför í lýðheilsumálum frá lýðveldisstofnun

Láttu aðra vita

Danir státa af þeim vafasama heiðri að eiga heimsmet í unglingadrykkju. Slíkt er ekki til eftirbreytni og í raun ekki boðleg staða. Hérlendis státum við af ágætis árangri í forvörnum enda verið sátt í samfélaginu um árabil um að búa börnum og ungmennum eins uppbyggilegt umhverfi og aðstæður og frekast er kostur. Slíkt er ekki sjálfgefið, staðan í dag byggir á sátt um markmið sem vörðuð eru velferðarsjónarmiðum um vernd barna og ungmenna. Opinber markmið eins lýðheilsustefna er mikilvægur hlekkur í þessari jákvæðu þróun og sama á við um markvisst forvarnarstarf. Foreldrasamfélagið er einhuga í sinni afstöðu. Starf æskulýðsfélaga, æskulýðsstarf almennt, félagsmiðstöðvarnar, íþróttahreyfingin og skólarnir hafa lagst á eitt árum saman í þeim tilgangi að búa æskunni heilbrigt og uppbyggilegt umhverfi. Það hefur að mörgu leiti tekist en slíkt er ekki sjálfgefið, vinna á þessum vettvangi er og þarf að vera samfelld.

Nú liggur, enn eina ferðina, fyrir frumvarp á Alþingi um sölu áfengis í verslunum. Slíkt er vart lengur fréttnæmt nema ef vera skyldi fyrir þær sakir að nú fjallar frumvarpið ekki eingöngu um sölu áfengis í verslunum, viðbætur eru þær að einnig er gert ráð fyrir að auglýsingabann á áfengi verði afnumið. Það eru engin ný sannindi að aukið aðgengi og auglýsingar eru þeir þættir sem hafa hve mest áhrif hvað varðar neyslu. Aukið aðgengi með tilheyrandi auglýsingaskrumi mun auk þess hafa hve mest áhrif á þá hópa samfélagsins sem eru hvað viðkvæmastir fyrir slíku ekki síst gagnvart börnum og ungmennum. Frumvarpið er því ákall um afturför í lýðheilsumálum, aðför að sjálfsögðum réttindum barna og ungmenna til að vera laus við áfengisáróður og gengur í öllum meginatriðum gegn öllum markmiðum í forvarnarstarfi og í berhögg við opinbera lýðheilsustefnu sem almenn sátt hefur verið um. Danskar „lausnir“ í áfengismálum er þekktar sem og afleiðingar þeirrar stefnu hvað varðar börn og ungmenni. Slíkt frumvarp er ekki í þágu barna og ungmenna hérlendis og með miklum ólíkindum að lagt sé fram frumvarp í þeim anda, sem verður, ef af verður, mesta afturför í lýðheilsumálum hérlendis a.m.k. frá lýðveldisstofnun.

Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum skora á Alþingi að veita þessu frumvarpi ekki brautargengi. Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum minnir þingmenn á ríka ábyrgð sína og skyldur gagnvart velferð barna og ungmenna í samfélaginu. Ábyrgð og skyldur sem vega mun þyngra en þeir ítrustu viðskiptahagsmunir sem þetta frumvarp gengur út á að innleiða.

Stjórn Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum

Varanlegur hlekkur á þessa grein: https://www.foreldrasamtok.is/mesta-afturfor-i-lydheilsumalum-fra-lydveldisstofnun/

RÚV sektað vegna áfengisauglýsinga

Láttu aðra vita

Fjölmiðlanefnd hefur lagt stjórnvaldsekt á RÚV vegna birtinga á áfengisauglýsingum. Hér að neðan er tilvísun í ákvörðun Fjölmiðlanefndar í heild. Greinargerðin er vönduð, ígrunduð og vel rökstudd. “Málsvörn” RÚV og Ölgerðarinnar segir allt sem segja þarf og ekki laust við að það hvarfli að Foreldrasamtökum gegn áfengisauglýsingum að RÚV, öflugast menningarstofnun landsins, geri sér í engu grein fyrir ábyrgð sinni sem slík og ekki síst gagnvart augljósum og lögvörðum  réttindum barna og ungmenna til þess að vera laus við áfengisáróður eins og áfengisauglýsingar eru. Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum hvetja landsmenn til þess að kynna sér ákvörðun Fjölmiðlanefndar en  lokaorð ákvörðunarinnar eru þessi:

IV. Ákvörðunarorð
Ríkisútvarpið braut gegn 4. mgr. 37. gr. laga um fjölmiðla nr. 38/2011 með birtingu auglýsingar
fyrir Egils Gull í Ríkissjónvarpinu þann 14. október 2015. Ríkisútvarpið greiði 250.000 kr. í stjórnvaldssekt.

Ákvörðun-2_2016

Varanlegur hlekkur á þessa grein: https://www.foreldrasamtok.is/ruv-sektad-vegna-birtingu-afengisauglysinga/

Áfengi er ekki matvara – aðsend grein – Einar Áskelsson

Láttu aðra vita

Ég drekk ekki og hef ofnæmi gegn áfengi og öðrum vímuefnum. Ef ég drekk getur það leitt mig til geðveiki eða dauða. Nei ýki ekki. Ég hef horft á eftir allt of mörgu góðu fólki deyja fyrir aldur fram. Sem betur fer geta flestir stýrt áfengisneyslu sinni sér og öðrum að skaðlausu. Vill sá hópur bæta aðgengi sitt að áfengi? Er það meginástæðan? Keypt mjólk og hvítvín í sömu búð? Ég hef persónulega ekkert á móti áfengi og stend ekki í vínbúðum ÁTVR og mótmæli áfengisneyslu. Sjálfsagt vita þingmenn á bak við þetta frumvarp að áfengi er vímuefni. Hættulegt vímuefni eins kókain, kannabisefni,róandi lyf og svefnlyf svo dæmi sé tekið. Svo kallað “læknadóp” eru lögleg vímuefni eins og áfengi. Það er lyfseðilskylt og fæst einungis í apótekum. Líkt og áfengi í vínbúðum sem er ekki lyfseðilskylt. Ef flestir kunna með áfengi að fara, kunna þá ekki flestir með læknadóp að fara? Eða ólöglegu vímuefnin. Hver er munurinn á að selja áfengi í kjörbúð og svefnlyf? Geta bæði valdið vímu og líkur á misnotkun svipaðar. Ímynda mér það. Af hverju að gera þá áfengi hærra undir höfði? Jú jú ég veit að það er ekkert gaman að skála með pilluboxum! Ef rökin við að leyfa sölu áfengis í matvöruverslunum séu betra aðgengi að vímuefninu þá get ég ekki skilið né fallist á að salan verði leyfð. Börnin okkar. Ég myndi helst vilja að mín börn létu vera að nota áfengi og tóbak. Það er hollast og bætir lýðheilsu þjóðarinnar. Þess vegna væri fróðlegt að vita hversu margir, af þeim sem styðja frumvarpið, myndu vilja að börnin þeirra létu áfengi vera? Þeir sem eru sammála mér vilja samt bæta aðgengi að veigunum?! Fyrir hverja? Ja gæti það fólk verið að hugsa um sig sjálft. Segir svo kannski börnunum sínum að gera aldrei það sama. Minnir á þegar fullorðið fólk var að vara mig sem ungling við skaðsemi tóbaks, og reykti á meðan! Ég veit að ýmislegt sem ég set fram er ekki svona einfalt og fleiri hliðar til. Gott og blessað. Ég mun geta verslað í matinn þó áfengi sé þar til sölu. Snýst ekki um það. Ef bæta á aðgengi að áfengi þá myndi ég vilja slíkt hið sama með önnur lögleg lyf. Ég gæti verið eitthvað spenntur og væri gott að geta keypt sér ró ró í kjörbúðinni. Ekki líku við að jafna? Hvers vegna ekki? Neí ég vil ekki leyfa sölu áfengis né annarra vímuefna í matvöruverslunum. Þó reynslan sýni að fólk bjargi sér með sitt vín þó aðgengi sé ekki auðvelt (sem það er ekki. Vínbúð er eins og hver önnur sérverslun) þá vill ég ekki auðvelda aðgengið. Ergo. Punktur. Þetta eru bara vangaveltur. Kannski er ég bara miðaldra grumpy kalll sem vill engu breyta og veit ekki neitt? Varðandi þetta mál er ég glaður í því hlutskipti. Góðar stundir.

Höfundur: Einar Áskelsson

Varanlegur hlekkur á þessa grein: https://www.foreldrasamtok.is/afengi-er-ekki-matvara-adsend-grein-einar-askelsson/

Netið griðastaður áfengisauglýsinga – Morgunblaðið 8.júlí 2015

Láttu aðra vita

Dæmi um að haldið sé úti Facebook-síðum fyrir íslenska áfengisdrykki- Höfundur Skúli Halldórsson sh@mbl.is

Undanfarin misseri hefur sífellt meira borið á því að íslenskt áfengi sé auglýst með hjálp Facebook. Svo virðist sem auglýsendur virði þannig að vettugi gildandi áfengislög frá árinu 1998, þar sem í 20. grein segir að hvers konar auglýsingar á áfengi séu bannaðar hér á landi.»Mér þykir undarlegt hve mikið fálæti ríkir í raun gagnvart mjög augljósum brotum,« segir Árni Guðmundsson, formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum, sem stofnuð voru árið 2008. »Aðallega er um að ræða brot gegn börnum og ungmennum og þess vegna skýtur skökku við hversu litla athygli þessi mál fá,« segir Árni og bætir við að auglýsendur nýti tækifærið til að vaða ótrauðir áfram.Merkja áfengi ekki sem léttöl»Þeir eru til að mynda löngu hættir að notast við merkingar um léttöl nema í ýtrustu neyð. En þegar það er gert veltir maður því líka fyrir sér að það er verið að eyða mörgum milljónum í að auglýsa eitthvað sem er illfáanlegt þegar á reynir,« segir Árni. Hann vísar þar til 2. greinar reglugerðar um bann við áfengisauglýsingum, þar sem fram kemur að heimilt sé að auglýsa óáfenga drykki sem eru með sama merki og áfengir drykkir, sem er undantekning sem margir nýta sér.»En lögin eru mjög skýr og snúast að okkar mati um réttindi barna og ungmenna til að vera laus við áfengisáróður. Víða í siðuðum löndum hugsar fólk um réttindi æskunnar og því finnst okkur þetta sorgleg þróun hér á landi. Þegar öllu er á botninn hvolft er þetta siðferðisleg spurning. Framleiðendur áfengis verða að búa að ákveðnu siðferði gagnvart markaðssetningu.«Fagna úrskurði nefndarinnarAð lokum bendir hann á að samtökin fagni úrskurði fjölmiðlanefndar sem féll á mánudag, þar sem fyrirtækin DV ehf. og 365 miðlar ehf. voru sektuð fyrir brot gegn banni við auglýsingum á áfengi.»Við fögnum því sérstaklega að nefndin hafi tekið á þessum málum en undrumst á sama tíma að embætti lögreglu og saksóknara sinni þessu jafn fálega og raun ber vitni.«

 

Varanlegur hlekkur á þessa grein: https://www.foreldrasamtok.is/netid-gridastadur-afengisauglysinga-morgunbladid-8-juli-2015/

Tökum afstöðu

Láttu aðra vita

tökum afstöðu1

Varanlegur hlekkur á þessa grein: https://www.foreldrasamtok.is/tokum-afstodu/

Nei takk

Láttu aðra vita

afengi-barn-verslun-4

Varanlegur hlekkur á þessa grein: https://www.foreldrasamtok.is/nei-takk/

Load more