Previous Next

Af hverju er Golfsamband Íslands að auglýsa áfengi ?

Láttu aðra vita

Foreldrasamtökum gegn áfengisauglýsingum hefur borsit fjöldi ábendinga og kvartanna vegna heilsíðu áfengisauglýsingar Golfsambands Íslands í Fréttablaðinu 28/8 2010. Í áfengisauglýsingunni eru okkar helstu afreksmönnum í golfi og afrekum þeirra jafnað við “verðlaunaða” áfengisframleiðslu viðkomandi fyrirtækis!  Kostaður áróður eins og áfengisauglýsingar um “eigið ágæti” og íþróttaafrek eiga akkurat ekki neitt sameiginlegt.

Áfengisauglýsingin er merkt Golfsambandi Islands og unnin af auglýsingarstofunni Fíton og auglýsir áfengi frá Ölgerð Egils Skallagrímssonar. Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum hafa sbr bréf hér að neðan óskað eftir því að lögreglustjóraembættið á höfuðborgarsvæðinu taki þetta þetta mál til formlegrar meðferðar.

Hafnarfirði 28.ágúst 2010

Lögreglustjórinn á Höfuðborgarsvæðinu

Í Fréttablaðinu í dag 28.ágúst, í íþróttaopnu blaðsins, á síðu 57, heilsíðuáfengisauglýsing frá Golfsambandi Íslands þar sem það mærir af ákafa margverðlaunaða áfengistegund fyrirtækisins Egils Skallagrímssonar eins og berlega kemur fram í auglýsingunni m.a. Australian international BERR award 2008 svo ekki sé minnst á World Beer cup 2008. Allt myndmál auglýsingarinnar sem og texti vísar fyrst og fremst til hinnar áfengu framleiðslu fyrirtækisins. Umbúðir eru nákvæmlega þær sömu og gefur að líta í verslunum ÁTVR. Allt efni þessarar auglýsingar vísar því til þess að Golfsamband Íslands, sem auglýsenda í þessu tilfelli, getur ekki að sannað að hér sé um „léttöl“ að ræða þó svo að því orði sé komið fyrir af mikill hógværð og algerlega úr samhengi við allt annað í þessari áfengisauglýsingum. Það því  mati Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum að engin vafi leiki á að hér er um skýlaust brot á 20 gr. áfengislaga að ræða. Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum óska því eftir að embætti yðar taki þessa ábendingu til formlegrar meðferðar.Börn og ungmenni eiga lögvarðan rétt á því að vera laus við áfengisauglýsingar og ekki síst af aðilum innan íþróttahreyfingarinnar eins og því miður er raunin í þessu tilfelli.

Virðingarfyllst

Árni Guðmundsson form Foreldrasamtök gegnáfengisauglýsingum

Afrit:

Dómsmálaráðherra, Heilbrigðisráðherra, Menntamálaráðherra, Umboðsmaður barna, Talsmaður neytenda, Barnaverndarstofa, stjórn ÍSÍ o.fl

Varanlegur hlekkur á þessa grein: https://www.foreldrasamtok.is/af-hverju-er-golfsamband-islands-a%c3%b0-auglysa-afengi/

Og nú nennir RÚV ekki einu sinni að setja “léttöl” inn á áfengisauglýsingarnar

Láttu aðra vita

RÚV tekst með einstaklega óviðeigandi hætti að spyrða saman heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu og áfengisauglýsingum. Foreldrasamtökum gegn áfengisauglýsingum hafa borist mjög margar kvartannir vegna þessa framferðis RÚV síðustu vikurnar. Foreldrasamtökin hafa marg bennt á þessa lögleysu, bæði með bréfum til RÚV sem og með og ábendingum og tilkynningum til lögreglustjóra.

Allmargar ábendingar bárust þegar að þáttastjórnanda Betri stofunnar sá ástæðu til þess að vekja sérstaka athygli á snöggum viðbrögðum áfengisframleiðenda við lúðrum á HM með framleiðslu á áfengisauglýsingu,  teiknimynd þar sem einhver björn treður lúður inn í sel? og sýndi í kjölfarið áfengiauglýsinguna (án hins friðþægandi útúrsnúnings að mati áfengisframleiðenda “léttöls”) í miðjum þætti og svo auðvitað í sí og æ eftir það.

Nú er svo komið að Ölgerðin nennir ekki einu sinni að setja inn í sekundubrot í auglýsingarnar orðið “léttöl” í lítilli og óljósri starfagerð sbr auglýsingu í leikhléi í gær 7/7 kl 19:30 og svo hitt að RÚV hirðir ekki lengur um að athuga hvað þeir senda út.   Að sjálfsögðu var tafarlaust send ábending til þess bærra aðila. Það er því augljóst að Ölgerð Egils Skallagrímssonar fær enn einn dóminn  (ef ekki tvo) á sig innan tíðar vegna brota  og svo þarf útvarpsstjóri að svara fyrir og sæta ritstjórnarlegri ábyrgð. Telur útvarpsstjóri að þessar endalausu áfengisauglýsingar á RÚV séu í þágu hans umbjóðenda sem eru ekki síst börn og unglingar í landinu.

20. gr áfengislaga er afar skýr sem og siðferðilegur boðskapur laganna  – Það alveg einstaklega óviðeigandi  að RÚV fari ekki eftir þessum lögum en veiti þessi í stað áfengisframleiðendum óheftan aðgang að sínum mikilvægasta markhóp börnum og unglingum með endalausum áfengisauglýsingum í þáttum eins og t.d. HM.

Varanlegur hlekkur á þessa grein: https://www.foreldrasamtok.is/og-nu-nennir-ruv-ekki-einu-sinni-a%c3%b0-setja-lettol-inn-a-afengisauglysingarnar/

RÚV leggst lágt

Láttu aðra vita

Foreldrasamtökum gegn áfengisauglýsingum þykir RUV leggjast lágt með endalausum ólöglegum áfengisauglýsingum í kringum HM útsendingar – Áhorfendur eru að stórum hluta börn og unglingar – Sorglegt að RÚV skynji ekki samfélagslega ábyrgð sína en sýni þess í stað siðferði á lægsta plani – Burtu með þessar áfengisauglýsingar.

Varanlegur hlekkur á þessa grein: https://www.foreldrasamtok.is/ruv-leggst-lagt/

Foreldrasamtökin áfrýja

Láttu aðra vita

Hafnarfjörður 1. júni 2010


Ríkissaksóknari

Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum kæra hér með ákvörðun Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um að vísa frá máli númer M 007-2010-28605 með bréfi dagsettu 11.maí s.l. (sjá meðfylgjandi afrit.) Ákvörðun um að fella niður rannsókn á sölu áfengis (Tilv. Í 4.mgr. 52 gr laga no 88/2008) í verslunum Hagkaupa í þessu tilfelli í verslun þeirra við Garðatorg. Að mati samtakanna er hér um augljósa áfengissölu að ræða í skilningi laganna, bæði hvað varðar auglýsingar, auk þess sem framsetning vörunnar sem áfengis í verslunum gefur ekki tilefni til annars en að svo sé, eins og meðfylgjandi myndir, sem teknar voru í Hagkaupum i Kringlunni, sýna glögglega þar sem óáfengu og áfengi af styrkleikanum 14 -40% er raðað í hillu undir drykkjavörur. Rök Hagkaupa um að hér sé að ferðinni bragðvont áfengi sem einungis eigi að nýta til matargerðar hefur lítið með löggjöf að gera og ekki hægt að fella niður mál með rökum sem byggja fyrst og fremst á huglægu mati viðkomandi verslunareigenda á hvað sé „gott eða vont“ áfengi. Með samsvarandi röksemdarfærslu gæti Hagkaup talið sig með réttu geta selt allar áfengistegundir sem seldar eru í Áfengisverslunum ríkisins í krafti þess og svo fremi að einhverjir viðskiptavinir þeirra telji að um bragðvont áfengi sé að ræða. Lesa meira

Varanlegur hlekkur á þessa grein: https://www.foreldrasamtok.is/foreldrasamtokin-afryja/

Tóbaksalar og Davíð Oddson

Láttu aðra vita

Orð í tíma töluð, þó langt sé um liðið.  Á sér hliðstæðu í “markaðsátaki” bjórbransans í dag.

Fundur Æskulýðsráðs Reykjavíkur, dagurinn er þriðjudagurinn 22. febrúar á því herrans ári 1977. Dagskráliður 7.

“Rætt um auglýsingaherferð tóbaksseljenda sem stendur yfir. Formaður ráðsins, Davíð Oddsson, lagði fram eftirfarandi tillögu:

“Æskulýðsráð Reykjavíkur fordæmir þá herferð, sem hafin er í þeim tilgangi að hvetja m.a. ungt fólk til tóbaksnotkunar. Hvetur ráðið sérhvern borgara að gera sitt til þess að slík herferð renni út í sandinn, svo hún nái ekki að vinna það tjón, sema henni er ætlað.”

Tillagan var samþykkt samhljóða. Jafnframt var framkvæmdastjóra falið að beina þeim eindregnu tilmælum til kaupmanns þess, er verslun rekur í Skaftahlíð 24 ( við Tónabæ) , að hann fjarlægi tóbaksauglýsingar úr gluggum verslunarinnar”.

Tek sérstaklega ofan fyrir formanninum fyrir þessa skeleggu bókun. Þurfum nokkrar svona bókanir og viðbrögð í dag gegn auglýsingaherferðum í áfengisbransanum, auglýsingar sem að langstærstum hluta er beint gengdarlaust á börn og ungmenni. Fara því miður yfir strikið átölulaust um þessar mundir, bæði siðferðilega og ekki síst lagalega. Vona hins vegar að það fari fyrir þeim eins og fór fyrir tóbaksauglýsingunum, hverfi, og þangað til að svo verður þá hvet ég fólk til þess að sýna hug sinn í verki og sniðganga auglýstar áfengistegundir

Varanlegur hlekkur á þessa grein: https://www.foreldrasamtok.is/tobaksalar-og-davi%c3%b0-oddson/

Frábærar Músíktilraunir

Láttu aðra vita

Það verður aldrei ofmetið hið menningarlega gildi sem Músíktilraunir hafa. Í hart nær þrjá áratugi hefur þessi hátíð verið vettvangur fyrir unga tónlistarmenn. Margt af okkar besta tónlistarfólki hefur þarna stigið sín fyrstu spor og margir vart af barnsaldri er þeir koma fyrst fram. Hitt húsið og ÍTR hafa sem framkvæmdaaðilar staðið sig afar vel.  Tæknimál sem og önnur umgjörð er ávallt til fyrirmyndar. Unga fólkið flytur sína tónlist við bestu hugsanlegu skilyrði sem sýnir virðingu og hug ÍTR og Hins Hússins gagnvart listsköpun allra þeirra ungmenna sem taka þátt í hátíðinni sem og gangvart æskufólki almennt.

Undanfarin ár hefur úrslitakvöldinu verið útvarpað um land allt, auk þess sem að sjónvarpið hefur tekið hátíðina upp og sýnt síðar. En helstu styrktaraðilar eru Icelandair FÍH og RÚV (Rás2).

Það er gleðilegt að RÚV útvarpi Músíktilraunum enda er þetta er úrvalsútvarpsefni sem nýtur vinsælda yngstu kynslóðarinnar. Hins vegar skýtur nokkuð skökku við að þessi beina útsending sé af hálfu RÚV kostuð af þriðja aðila með endalausum áfengisauglýsingum eins og raun var s.l. föstudag. Áfengisauglýsingar eru boðflennur í tilveru barna og unglinga og sorglegt að þær séu í boði eða á ábyrgð RÚV á annars eins góðum viðburði og Músíktilraunir eru.   Því miður hefur RÚV sýnt dæmalaust smekkleysi með sífeldum brotum á lögum um bann við áfengisauglýsingum og ekki síst í kringum dagskrá sem höfðar sérstaklega til barna og unglinga. Slíkt getur ekki verið markmið Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur eða Hins hússins með samstarfi við RÚV enda stefna ÍTR til fyrirmyndar eins og fram kemur í  samhljóða bókun stjórnar ÍTR frá 11/12 2009 :

„Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur hvetur framleiðendur og innflytjendur bjórdrykkja og fjölmiðla til að hætta birtingu auglýsinga á slíkum drykkjum, því ljóst má vera að tilgangurinn er að auglýsa áfenga drykki jafnvel þótt í einhverjum tilvikum sé gerð tilraun til að koma lögmætum stimpli á auglýsingar með lágum áfengisprósentutölum. Auglýsingum þessum virðast mörgum hverjum ætlað að ná til ungs fólks og þær vinna gegn forvörnum í áfengismálum.“;

Því miður virðist yfirstjórn RÚV og markaðsdeild þessa opinbera fyrirtækis allra landsmanna ekki gera sér nokkra grein fyrir samfélagslegri ábyrgð sinni. Með virðingarleysi sínu gagnvart lögvörðum réttindum barna og unglinga en í nánum og innilegum samskiptum við áfengisframleiðendur og hagsmuni þeirra hefur RÚV í raun fyrirgert rétti sínum til að taka þátt í eins merkilegu fyrirbæri og Músíktilraunir eru. Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum hvetja þá ágætu stofnum ÍTR sem og Hitt húsið til þess að efna til samstarfs við aðila sem bera hag æskunnar fyrir brjósti fremur en  þá aðila sem  láta ýtrustu  viðskiptahagmuni ráða för, „hagsmuni“ sem auk þess eru hvorki löglega né siðlega boðlegir.

Varanlegur hlekkur á þessa grein: https://www.foreldrasamtok.is/frab%c3%a6rar-musiktilraunir/

Load more