júl 08

Netið griðastaður áfengisauglýsinga – Morgunblaðið 8.júlí 2015

Dæmi um að haldið sé úti Facebook-síðum fyrir íslenska áfengisdrykki- Höfundur Skúli Halldórsson sh@mbl.is

Undanfarin misseri hefur sífellt meira borið á því að íslenskt áfengi sé auglýst með hjálp Facebook. Svo virðist sem auglýsendur virði þannig að vettugi gildandi áfengislög frá árinu 1998, þar sem í 20. grein segir að hvers konar auglýsingar á áfengi séu bannaðar hér á landi.»Mér þykir undarlegt hve mikið fálæti ríkir í raun gagnvart mjög augljósum brotum,« segir Árni Guðmundsson, formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum, sem stofnuð voru árið 2008. »Aðallega er um að ræða brot gegn börnum og ungmennum og þess vegna skýtur skökku við hversu litla athygli þessi mál fá,« segir Árni og bætir við að auglýsendur nýti tækifærið til að vaða ótrauðir áfram.Merkja áfengi ekki sem léttöl»Þeir eru til að mynda löngu hættir að notast við merkingar um léttöl nema í ýtrustu neyð. En þegar það er gert veltir maður því líka fyrir sér að það er verið að eyða mörgum milljónum í að auglýsa eitthvað sem er illfáanlegt þegar á reynir,« segir Árni. Hann vísar þar til 2. greinar reglugerðar um bann við áfengisauglýsingum, þar sem fram kemur að heimilt sé að auglýsa óáfenga drykki sem eru með sama merki og áfengir drykkir, sem er undantekning sem margir nýta sér.»En lögin eru mjög skýr og snúast að okkar mati um réttindi barna og ungmenna til að vera laus við áfengisáróður. Víða í siðuðum löndum hugsar fólk um réttindi æskunnar og því finnst okkur þetta sorgleg þróun hér á landi. Þegar öllu er á botninn hvolft er þetta siðferðisleg spurning. Framleiðendur áfengis verða að búa að ákveðnu siðferði gagnvart markaðssetningu.«Fagna úrskurði nefndarinnarAð lokum bendir hann á að samtökin fagni úrskurði fjölmiðlanefndar sem féll á mánudag, þar sem fyrirtækin DV ehf. og 365 miðlar ehf. voru sektuð fyrir brot gegn banni við auglýsingum á áfengi.»Við fögnum því sérstaklega að nefndin hafi tekið á þessum málum en undrumst á sama tíma að embætti lögreglu og saksóknara sinni þessu jafn fálega og raun ber vitni.«

 

Varanlegur hlekkur á þessa grein: http://www.foreldrasamtok.is/2015/07/netid-gridastadur-afengisauglysinga-morgunbladid-8-juli-2015/

Skildu eftir svar

Your email address will not be published.

Captcha Captcha Reload