júl 26

Hvenær á að bregðast við þessum ósóma?

Agnes Bragdóttir blaðamaður á MBL spyr með réttu.  Hvenær á að bregðast við þessum ósóma? Greinin sem birtist í Sunnudags Mogganum 24. júlí fjallar m.a.  um auglýsingar í RÚV í tengslum við íþróttakappleiki.  Í niðurlagi greinarinnar segir Agnes:

“…Hitt atriðið, sem pirraði mig óumræðilega og beinist að auglýsendum, var að í kringum beinar útsendingar RÚV á leikjunum, birtist, ég veit ekki hvað oft, auglýsing frá danska bjórframleiðandanum Carlsberg mikið sjónarspil frá leikstúku í Danmörku, með fylgitextanum: »Þetta kallar á Carlsberg.« Flestir áhorfendur að þessum leikjum voru sjálfsagt ungmenni og margir undir lögaldri. Áfengisauglýsingar eru bannaðar í öllum fjölmiðlum á Íslandi, en samt sem áður leyfa Carlsberg og RÚV sér í sameiningu birtingu sem þessa, þar sem markhópurinn er augljóslega unga fólkið. Hvenær á að bregðast við þessum ósóma?”

Orði í tíma töluð og undarlegt umburðarlyndi gagnvart þessum augljósu brotum.

Varanlegur hlekkur á þessa grein: http://www.foreldrasamtok.is/2011/07/hvenaer-a-ad-bregdast-vid-thessum-osoma/

Skildu eftir svar

Your email address will not be published.

Captcha Captcha Reload